Ný skýrsla: Einmanaleiki er lítill meðal eldra fólks á Norðurlöndum

Norðurlöndin eru á meðal þeirra landa í Evrópu sem standa sig best að því er varðar einmanaleika hjá eldra fólki. Af Evrópulöndunum 29 eru Norðurlöndin númer 1, 2, 3, 6 og 9 á lista yfir lægstu tíðni einmanaleika aldraðra.
Þörf á frekari rannsóknum
Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á einmanaleika eldri kynslóða á Norðurlöndum. Skýrslan sýnir að aðeins sex greinar eru til um þetta málefni í Finnlandi og þrjár í Svíþjóð. Í hinum löndunum hafa engar rannsóknir verið gerðar, sem undirstrikar mikilvægi skýrslunnar og að þörf er á meiri rannsóknum á þessu sviði á Norðurlöndum. Skýrslan sýnir einnig að áhættuþættir hafa aðeins verið rannsakaðir í örfáum greinum. Félagsleg aðstoð, hjúskaparstaða, sjálfsmat á heilsu, athafnageta og þunglyndi eru nokkrir af áhættuþáttunum en aðeins fáir þeirra sjást með samræmdum hætti í niðurstöðum.
Mikil þörf er á frekari rannsóknum um áhrif mismunandi aðgerða sem beinast að öldruðu fólki sem finnur fyrir einmanaleika