Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2021

03.09.21 | Fréttir
Plantejord
Photographer
Zoe Schaeffer, Unsplash
Gagnagrunnur sem sýnir kolefnisspor matvæla, sjálfbær landbúnaður sem bindur kolefni í jörðu og gróðurhús á Grænlandi sem sér veitingastöðum og íbúum fyrir ferskum matvörum er meðal þess sem tilnefnt er til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Tilnefningarnar endurspegla norrænar lausnir í vinnunni við að byggja upp sjálfbært matvælakerfi sem gagnast líffræðilegri fjölbreytni, umhverfi og loftslagi.

Sjálfbært matvælakerfi styður við nokkur heimsmarkmiða SÞ, meðal annars ábyrga neyslu og framleiðslu (12), aðgerðir í loftslagsmálum (13), líf í vatni og auðlindir þess (14), og líf á landi og lífræðilega fjölbreytni (15). Um 25% þeirra gróðurhúsalofttegunda sem losaðar eru í heiminum verða til í tengslum við matvælaframleiðslu. Þess vegna eru sjálfbær matvælakerfi þema Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári og í dag verða tilnefningarnar kynntar á lýðræðishátíðinni Fundi fólksins á Íslandi þar sem skrifstofa Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs er staðsett.

Lars Hindkjær, formaður dómnefndarinnar segir:

Veðuröfgar sumarsins um allan heim og nýbirt skýrsla milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar (IPCC) undirstrika þörfina á að vera vakandi fyrir því hvernig við framleiðum og neytum matvæla. Þess vegna erum við líka afar ánægð með verkefnin átta sem hafa fengið tilnefningu til umhverfisverðlaunanna í ár. Þau sýna hvert á sinn hátt hvernig sjálfbærara matvælakerfi getur leitt af sér breytingar til bóta á umhverfi okkar og loftslagi.

Átta tilnefningar

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2021 eru:

Handhafi verðlaunanna verður kynntur 2. nóvember 2021 á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Um þema ársins: Sjálfbær matvælakerfi

Þegar matvælaframleiðsla er sjálfbær eru matvælin eins og framast er unnt framleidd staðbundið og notaðar til þess umhverfislega sjálfbærar aðferðir. Á sviði landbúnaðar er fyrst og fremst lögð áhersla á endurnýjanlega næringu úr jurtaríkinu og umhverfisvænar landbúnaðaraðferðir sem taka tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbindingar, líffræðilegrar fjölbreytni og góðrar nýtingar vatnsauðlindarinnar. Í dýrahaldi og fiskeldi er tekin umhverfisleg ábyrgð og gildi dýraverndunar tekin mjög hátíðlega. Náttúruauðlindir sem notaðar eru til matar, svo sem villtur fiskur og aðrar náttúruafurðir, eru skynsamlega nýttar.

Þegar hráefni eru ræktuð til matar er næringargildið látið halda sér eins vel og kostur er. Í matvælaiðnaðinum á sér ekki stað auðlindasóun, vörunum er pakkað á orkuvænan hátt og umhverfisáhrif dreifingarinnar eru eins lítil og mögulegt er. Fyrirtæki og verslanir bjóða viðskiptavinum sínum aðeins sjálfbæra valkosti og eru auk þess með eigin ráðstafanir til þess að draga úr matarsóun. Matur neytenda byggist á umhverfislega sjálfbærum valkostum, til dæmis grænmetisfæða sem löguð er að árstíðum. Við borðum eins margar hitaeiningar og við þurfum, enginn matur fer til spillis og lífrænn úrgangur er endurunninn.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2021 renna til aðila á Norðurlöndum sem hefur lagt eitthvað sérstakt af mörkum til að tryggja sjálfbært matvælakerfi. Öllum er heimilt að stinga upp á tilnefningum til verðlaunanna og koma 300.000 danskar krónur í hlut verðlaunahafans.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1995 og markmiðið með þeim er að efla vitund um umhverfisstarf á Norðurlöndum. Hver sem er getur sent inn tillögur að tilnefningum. Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænum samtökum, fyrirtæki eða einstaklingi sem öðrum til eftirbreytni hefur tekist að samþætta umhverfissjónarmið starfsemi sinni eða framtaki eða á annan hátt lyft grettistaki í þágu umhverfisverndar.

Meet the 8 nominees for the Nordic Council Environment Prize 2021.

More information: www.norden.org/environmentprize