Norskt-íslenskt menningarsamstarf
Upplýsingar
Tilgangurinn er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi milli Noregs og Íslands. Bæði Íslendingar og Norðmenn geta sótt í sjóðinn. Verkefni sem hljóta stuðning eiga að hafa gildi fyrir bæði löndin og helst að leiða til varanlegra tengsla milli listamanna, starfsfólks á sviði menningarmála eða vísindamanna eftir að verkefnunum lýkur. Yfirleitt eru ekki veittir styrkir til ferða áhugamannahópa, eins og til að mynda kóra og tónlistarhópa. Verkefni eru heldur ekki styrkt að fullu. Í mars/april er lagt mat á allar umsóknir sem borist hafa á árinu.