Fyrirtæki í Danmörku

Energiakademiet - Danmark
Photographer
norden.org
Hér er að finna upplýsingar varðandi stofnun fyrirtækis, mannaráðningar, sölu og verslun fyrir þig sem hyggst hefja atvinnurekstur á Danmörk.

Á þessari síðu er að finna gagnlega tengla um hvernig hefja skal atvinnurekstur í Danmörku. Neðst á síðunni eru einnig upplýsingar fyrir dönsk fyrirtæki sem vilja hefja rekstur í öðrum norrænum löndum eða stunda viðskipti við þau.

Á evrópsku vefgáttinni Your Europe geturðu kynnt þér reglur um stofnun fyrirtækis í öðrum ESB-/EES-löndum. Samstarfsnetið Enterprise Europe Network veitir svör við spurningum varðandi ESB og Evrópumarkað.

Að hefja rekstur í Danmörku

Ýmsar opinberar stofnanir veita upplýsingar varðandi stofnun fyrirtækis, mannaráðningar og fyrirtækjarekstur í Danmörku. Þar færðu nákvæmar upplýsingar um hvernig þú undirbýrð atvinnurekstur, velur félagaform, velur firmaheiti, vinnur viðskiptaáætlun og skráir fyrirtækið.

  • Á heimasíðu Erhvervsstyrelsen er m.a. að finna upplýsingar um skráningu fyrirtækja í Danmörku.
  • Virksomhedsguiden er safn upplýsinga og leiðbeininga um stofnun, rekstur og þróun fyrirtækja. Virksomhedsguiden er ætlað að auðvelda athafnafólki og fyrirtækjum að fá aðstoð og átta sig á lögum og reglugerðum.
  • Virk.dk er stafræn gátt fyrirtækja að hinu opinbera. Þar er hægt að skrá fyrirtæki sitt í Danmörku og nálgast sjálfsagreiðslugáttir hjá hinu opinbera. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um félagsleg gjöld sem vinnuveitendum ber að greiða undir „samlet betaling“. Einnig geturðu lesið um hvort skrá þurfi fyrirtækið í skrá yfir erlenda þjónustuaðila, Registret for Udenlandske Tjenesteydere (RUT).
  • Á skat.dk er að finna upplýsingar um skatt og virðisaukaskatt.
  • Upplýsingar á ensku sem varða fyrirtækjarekstur í Danmörku er að finna á síðunum Business in Denmark á vef Erhvervsstyrelsen.
  • Á jobnet.dk er hægt að leita að og auglýsa eftir starfsfólki.
  • Á síðum Info Norden er að finna upplýsingar um hvaða starfsgreinar eru löggiltar í Danmörku og krefjast því starfsleyfis.
  • Ef fyrirtæki þitt hyggst hefja rekstur á Eyrarsundssvæðinu geturðu haft samband við ØresundDirekt Business.

Dönsk fyrirtæki á Norðurlöndum

Dönsk fyrirtæki sem hyggja á útrás eða viðskipti við útlönd geta fengið aðstoð hjá Eksportrådet eða Erhvervsstyrelsen. Ef fyrirtæki þitt hyggst hefja rekstur á Eyrarsundssvæðinu geturðu haft samband við ØresundDirekt Business.

Nánari upplýsingar

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna