Formennska Norrænu ráðherranefndarinnar 2022

<iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/sTJ3eQRBKtc" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture" allowfullscreen></iframe>

Samfélag norrænna þjóða er engu líkt. Grundvallargildi þjóðanna eru hin sömu og þeirra í milli ríkir mikið traust. Noregur vill efla norrænt samstarf. Í heimi sem einkennist af auknum þrýstingi á réttaríkið og lýðræðið er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að standa vörð um norræna samheldni. Þetta er sýn Norðmanna á formennsku í Norrænu ráðherranefndinni að sögn Jonasar Gahrs Støre, forsætisráðherra.

Á formennskutíma Noregs í Norrænu ráðherranefndinni verður markvisst unnið að áherslusviðunum þremur, en þau eru: græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Við hyggjumst hleypa nýjum krafti í vinnuna við framtíðarsýnina, stuðla að hraðari grænum umskiptum og auka skilvirkni í starfi ráðherranefndarinnar. Í sameiningu getum við gert Norðurlönd sterkari og grænni.

„Aukin samþætting norrænna ríkja og samstarf um margra áratuga skeið hafa sýnt að Norðurlönd eru sterkari sameinuð en hvert í sínu lagi, einnig þegar erfiðleikar steðja að. Í alþjóðlegu samhengi eru þessar þjóðir nánustu vinir og samstarfsaðilar hver annarrar,“ segir Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.

Sameiginlegt metnaðarmál okkar Norðurlandabúa er að vera í fararbroddi ríkja heims þegar kemur að grænum umskiptum, samkeppnishæfni og sjálfbærni. Saman viljum við vera öðrum þjóðum fyrirmynd og stuðla að því að veröldin í heild nái markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Norrænt samstarf er því ekki aðeins mikilvægt okkur sjálfum, heldur einnig öðrum Evrópulöndum og heiminum öllum.