Leyfið svefnmúsinni að hrjóta í friði!

Líffræðileg fjölbreytni er skilyrði þess að við mannfólkið getum lifað hér á jörðinni. Þrátt fyrir það fer tegundum ört fækkandi.
En litla svefnmúsin ætti að eiga rétt á því að lifa, líka óháð tilveru mannfólksins.
Hlutverk búsvæðareglugerðar Evrópusambandsins er að vinna gegn tapi á líffræðilegri fjölbreytni. Í reglugerðinni er skrá yfir tegundir og náttúrufar sem sækjast ber eftir að varðveita til þess að tryggja líffræðilega fjölbreytni innan Evrópusambandsins.
Norðurlöndin gefa Evrópusambandinu skýrslu reglulega um stöðu tegunda og náttúrufars sem ber að vernda, sem sagt hvort lífsskilyrðin séu nægilega góð eða hvort mengun hafi áhrif á þau.
Staðreyndir:
Hér geturðu kynnt þér hlutfall verðmætra tegunda og náttúrusvæða sem líður vel og eru öflug í þínu heimalandi.
Þetta getur þú gert:
- Leitaðu nánari upplýsinga um allar þær stórkostlegu tegundir sem fyrir finnast í heiminum og lifðu lífi þínu þannig að rými verði fyrir þær.
- Láttu þig varða um náttúruna og taktu þátt í lýðræðislegri umræðu.