Ár liðið frá innrásinni – áframhaldandi stuðningur við Úkraínu

„Eitt ár er liðið síðan Rússland hóf tilefnislausa innrás sína í Úkraínu í bága við þjóðarétt. Árásarstríð Rússlands í nágrenni Norðurlanda hefur leitt til stærstu öryggiskrísu í Evrópu í marga áratugi. Við höfum orðið vitni að ólýsanlegum harmleik. Tugþúsundir manna hafa fallið. Milljónir hafa hrakist á flótta.
Norðurlönd hafa einhuga fordæmt framferði Rússa af hörku og Norðurlönd eru einhuga í stuðningi sínum við hina hugdjörfu úkraínsku þjóð í réttmætri baráttu hennar við hernámsliðið. Þar er barist fyrir sameiginlegum gildum okkar: lýðræði, mannréttindum og alþjóðlegu samstarfi. Þar er barist gegn kúgun og alræði. Þar er barist fyrir veröld þar sem alþjóðaréttur hefur meira vægi en valdbeiting.
Árás Rússlands á Úkraínu markar þáttaskil í norrænu samstarfi og öryggismálum á Norðurlöndum. Örugg Norðurlönd eru eitt af megináherslusviðum formennskuáætlunar Norðmanna í Norðurlandaráði 2023. Við viljum stuðla að auknum umræðum um norrænt varnarsamstarf og mikilvægi nýrrar öryggisstefnu í norðri. Á ótryggum tímum þurfum við aukið norrænt samstarf.“
Norðurlönd eru einhuga í stuðningi sínum við hina hugdjörfu úkraínsku þjóð í réttmætri baráttu hennar við hernámsliðið.