Barna- og ungmennaráðherrar ræða vanlíðan ungmenna
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra Íslands, hafði frumkvæði að því að norrænir ráðherrar barna- og ungmennamála kæmu saman til að ræða þær áskoranir sem börn og ungmenni á Norðurlöndum standa frammi fyrir í dag. Á fundinum var meðal annars rætt um velferð, þátttökurétt barna og hvernig stafrænt líf geti orðið að jákvæðum og öruggum hluta af hversdagslífinu.
„Við viljum tryggja að Norðurlönd sem besta stað í heimi fyrir börn og ungmenni. Það gerum við best með því að vinna saman þvert á landamæri og læra af því sem hefur heppnast vel,“ sagði mennta- og barnamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason.
Velferð og geðheilsa barna og ungmenna
Á fundinum komust ráðherrarnir að þeirri niðurstöðu geðheilsa og vanlíðan ungmenna vari almennt versnandi á Norðurlöndum. Íslenski ráðherrann sagði mikilvægt að hugsa í þverfaglegum lausnum til að vinna gegn því. Í því samhengi vinna yfirvöld nú að því að innleiða velferðarlög sem ná yfir ýmis fagsvið og leggja skyldur á öll yfirvöld um að vinna saman innbyrðis og með utanaðkomandi aðilum. Í Danmörku hefur ríkisstjórnin skipað velferðarnefnd sérfræðinga, vísindamanna og samtaka sem eiga að skoða hvað gera megi til að koma í veg fyrir vanlíðan og berskjöldun barna og ungmenna.
Áskoranir bæði í raunheimum og á netinu
Ungmenni geta verið berskjölduð bæði í raunheimum og á netinu. Í Svíþjóð er lögð mikil áhersla á að fyrirbyggja að ungmenni verði fyrir áhrifum af eða taki þátt í skipulagðri glæpastarfsemi og gengjaátökum. Þar er nálgunin einnig þverfagleg, þar sem lögregla, félagsþjónusta og frjáls félagasamtök vinna saman. Það er ekki aðeins í raunheimum sem ungmenni standa frammi fyrir áskorunum. Þess vegna var rætt um stafræna velferð og öryggi barna á fundinum. Í þessu sambandi gátu Norðmenn veitt upplýsingar um víðtæka stefnumótun stjórnvalda til að tryggja börnum og ungmennum sem mest öryggi á netinu.
Ráðherrarnir sammældust um að halda áfram að ræða sameiginlegar áskoranir og lausir sem gagnast börnum og ungmennum á Norðurlöndum.