Kjell Westö hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 fyrir skáldsöguna „Hägring 38“

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs nema 350 þúsundum danskra króna. Þau voru afhent af verðlaunahafa síðasta árs, Kim Leine, í ráðhúsinu í Stokkhólmi. Hann las jafnframt upp rökstuðning dómnefndarinnar:
Rökstuðningur
„Finnski rithöfundurinn Kjell Westö hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna „Hägring 38“, sem skapar sterka tilfinningu fyrir andrúmslofti á örlagaríkum stundum í sögu Finnlands sem jafnframt teygja anga sína til nútímans.
Nánari upplýsingar um Kjell Westö og skáldsöguna „Hägring 38“.