Michael Tetzschner, forseti Norðurlandaráðs árið 2018

02.11.17 | Fréttir
Michael Tetzschner
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Michael Tetzschner er uppalinn í Ósló en fæddur í Kaupmannahöfn. Hann er þingmaður norska Hægriflokksins og hefur setið á Stórþinginu síðan 1. október 2009. Hann hefur verið þingmaður í Norðurlandaráði síðan þá.

Í dag er Michael Tetzschner varaformaður flokkahóps hægrimanna og varaformaður landsdeildar Noregs í Norðurlandaráði.Hann er lögfræðingur og gerðardómari að mennt. Varaforseti Tetzschners verður Martin Kolberg úr flokkahópi jafnaðarmanna.

Nýi forsetinn og varaforsetinn taka við embættum sínum um áramótin.

Á formennskuári Noregs árið 2018 verður haldið áfram starfinu að því að uppræta stjórnsýsluhindranir milli norrænu landanna og auka norrænt notagildi fyrir hinar 26 milljónir íbúa í löndunum. Norska formennskan hyggst leggja sérstaka áherslu á að efla norrænt samstarf á sviði heilbrigðis-, menntunar-, hafsvæða- og varnarmála. Með öflugu norrænu samstarfi m.a. um heilbrigðistækni, aðlögunarmál, málefni hafsvæða og varnarmál tryggjum við sjálfbær, stöðug og örugg norræn samfélög til framtíðar.