Norðurlönd bera sérstaka ábyrgð þegar kemur að loftslagsmálum

10.12.23 | Fréttir
Karen Ellemann
Photographer
Andreas Omvik/norden.org
Framtíðarsýn Norðurlanda til ársins 2030 er kolefnishlutlaus veröld. Þetta sagði Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, í ávarpi sínu á COP28 í Dúbaí.

Norrænu löndin standa vel að vígi til að ná kolefnishlutleysi en grænu umskiptin verða að ganga hraðar fyrir sig. Í ávarpi sínu á sjöunda degi loftslagsráðstefnunnar sagði Karen Ellemann norrænu löndin standa saman í því að draga úr losun koldíoxíðs. Þá hafi Norðurlönd skuldbundið sig til þess að auka framleiðslu á jarðefnaeldsneytislausri og endurnýjanlegri orku.

Sjá má ávarpið í heild sinni hér.