Norræn menning boðin velkomin í Brussel

11.10.19 | Fréttir
Susanna Mälkki with soloist Oren Shevlin and the Tero Saarinen Dance company during the festival opening performance at BOZAR:
Photographer
Maarit Kytöharju

Susanna Mälkki með einleikaranum Oren Shevlin og Tero Saarinen danshópnum við opnun hátíðarinnar í BOZAR.

Á haustmánuðum þremur 2019 verður Brussel gestgjafi meira en 400 norrænna listamanna og skapandi fagfólks. Norrænt haust, eða Nordic Fall, er skipulagt af einni áhrifamestu menningarstofnun Evrópu, BOZAR, og þar verða kynntar skapandi hliðar málefna svo sem sjálfbærni, þátttöku ungs fólks, norðurslóða og jafnréttis með listrænni tjáningu svo sem tónlist, bókmenntum og kvikmyndum.

Norrænar listir og menning eru mikilvægir þættir í ímynd Norðurlandanna sem alþjóðlegra talsmanna og brautryðjenda í félagslegum og vistrænum málefnum. Með 1,3 milljónir gesta á ári hefur BOZAR algera sérstöðu meðal evrópskra menningarstofnana.

Framkvæmdastjóri stofnunarinnar og listrænn stjórnandi, Paul Dujardin, vísar til metnaðar Finnlands vegna formennsku í Evrópusambandinu sem góðs dæmis um þetta: 

„Í áætlun Finnlands vegna formennskunnar í ESB birtist þessi heildræna, nýskapandi og ferska nálgun sem gerir Norðurlöndin að svo áhugaverðri rödd í Evrópu og aðlaðandi listrænum samstarfsaðila fyrir BOZAR. Við hjá BOZAR erum himinlifandi með að vinna með norrænum listamönnum og norrænu menningarsamfélagi að því að kanna sum þessara málefna gegnum listræna tjáningu, samtal og menningarlega reynslu.“

 

Norrænu menningarmálaráðherrarnir styðja Nordic Fall en metnaður þeirra stendur til þess að styrkja alþjóðlegt samstarfsnet og nýskapandi samstarf norrænna listamanna.

Við hjá BOZAR erum himinlifandi með að vinna með norrænum listamönnum og norrænu menningarsamfélagi að því að kanna sum þessara málefna gegnum listræna tjáningu, samtal og menningarlega reynslu.

Paul Dujardin, framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi BOZAR

Nordic Festival – suðupottur tónlistar

Norræna hátíðin, eða Nordic Festival, er lykilviðburður á Nordic Falls. Hátíðin hefst um þessa helgi og þar kemur fram fjöldi tónlistarfólks og tónskálda alls staðar að á Norðurlöndum og munu þau flytja alls kyns tónlist, allt frá klassík og eldri tónlist til djass, þjóðlagatónlistar, elektrónískrar tónlistar og meira að segja verður flutt samískt joik. Teitur, Johannes Skoog, Marja Mortensson, Anne Hytta, Kamus Quartet, og finnski hljómsveitarstjórinn Susanna Mälkki, sem hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2017, eru aðeins nokkrir þeirra listamanna sem stíga á svið.

„Við vorum afar ánægð með að opna norrænu hátíðina okkar með Susönnu Mälkki og Fílharmóníuhljómsveit Helsinki ásamt Tero Saarinen danshópnum á sérstakri sýningu á BOZAR og var það liður í áherslu okkar á norræna menningu þetta haustið,“ bætir Dujardin við.

 

Og margt á eftir að gerast á næstu mánuðum:

  • Norræna hátíð BOZAR stendur frá 10. til 20. október með tónlist úr öllum geirum, kvikmyndum og málþingum með listamönnum frá öllum Norðurlöndum.   
  • Nordic Fall hófst hjá BOZAR í evrópsku samgönguvikunni í september. Nordic Fall heldur áfram í nóvember með stuttmyndum og bókmenntum frá norðurlóðum og í framhaldi af því hátíð norrænna sjónvarpsþáttaraða í desember.

 

Norrænt samstarf 

BOZAR menningarstofnunin í Brussel stýrir Nordic Fall í nánu samstarfi við utanríkisþjónustu norrænu ríkjanna og menningarstofnanir í Brussel.