Norræn sýn á sjálfbæra neyslu og framleiðslu í New York

05.07.18 | Fréttir
Nordiska ungdomsdelegater med på HLPF 2018 i New York
Hvernig hafa Norðurlönd nýtt áskoranir tengdar sjálfbærri neyslu og framleiðslu til þess að skapa stefnumótandi lausnir sem styðja við heimsmarkmið um sjálfbærni? Norðurlönd munu bjóða til umræðna um sjálfbærari lífsstíl og sameiginlegar lausnir á því sviði, á svokölluðum „High-level Political Forum“, sem er pólitískur umræðufundur Sameinuðu þjóðanna í New York.

Á HLPF er árlega metinn sá árangur sem náðst hefur á heimsvísu í áætlun um sjálfbæra þróun til ársins 2030 og heimsmarkmiðunum 17 um sjálfbæra þróun. Í ár munu Norðurlönd taka höndum saman og standa fyrir tveimur viðburðum um sjálfbæra neyslu og framleiðslu, þar sem áhersla verður lögð á sjálfbærar borgarlausnir, breytingamáttinn í sjálfbærum matvælakerfum og hlutverk ungmenna í breytingunum. Leiddir verða saman frömuðir og hugsuðir víða að úr heiminum til að skoða hvernig má ná markmiðum um sjálfbæra neyslu og framleiðslu, nú þegar einungis tólf ár eru til stefnu til 2030.

Þann 13. júlí verður haldinn viðburðurinn Generation 2030 – the Nordic Region accepting the challenges of SDG12 þar sem rædd verður norræn og alþjóðleg stefnumótun um gráa svæðið milli sjálfbærnimarkmiða nr. 11 og 12 (sjálfbær neysla og framleiðsla, og sjálfbærar borgir). Hlutverk ungmenna verður í lykilhlutverki á þessum viðburði en hann er hluti af opinberri dagskrá fundarins.

Þann 16. júlí verður athyglinni beint að sjálfbærum matvælum og matvælastefnu framtíðar sem miðast að neytendum og gæti mögulega breytt neyslumynstrum. Heimsfrægir matreiðslumenn, fulltrúar frá Alþjóðabankanum, Bill & Melindu Gates-stofnunin ásamt norrænum ráðherrum og fulltrúum ríkisstjórna munu ræða saman yfir kvöldverði hvaða innihaldsefni Norðurlönd hafa fram að færa þegar kemur að sjálfbærri matarneyslu.

Á HLPF er árlega metinn sá árangur sem náðst hefur á heimsvísu í áætlun um sjálfbæra þróun til ársins 2030 og heimsmarkmiðunum 17 um sjálfbæra þróun. Þemað í ár er umbreytingin yfir í sjálfbær og viðnámsþolin samfélög.

Ríkisstjórnir Norðurlandanna standa í sameiningu fyrir báðum viðburðunum á fundinum, undir forystu Svíþjóðar sem gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár. Fylgstu með þátttöku Norðurlandanna á HLPF-fundinum 2018 undir millumerkjunum #Generation2030 og #NordicSolutions