Norrænt samstarf gegn matvælasvindli

„Það er greinileg þörf á að bregðast hart gegn svindli og bellibrögðum og því verða vinnubrögð okkar að vera skilvirkari – einnig í samstarfi landanna,“ segir Stig Orustfjord, framkvæmdastjóri Livsmedelsverket, en hann setti ráðstefnuna.
Matvælaeftirlitsmenn eiga að vernda neytendur gegn röngum upplýsingum og stemma stigu við svindli og bellibrögðum. Þeir eiga jafnframt að tryggja matvælahreinlæti og þar með öryggi neytenda.
Í janúar á ári hverju er eftirlitsráðstefna Norrænu ráðherranefndarinnar haldin einhvers staðar á Norðurlöndum. Þar eru fluttir fyrirlestrar, haldnar málstofur og greint frá eftirlitsverkefnum. Að þessu sinni greindi danska matvælaeftirlitið Fødevarestyrelsen frá reynslu af sjö ára markvissu starfi gegn matvælasvindli.
Norræn næringarviðmið
Í haust kom út langþráð ný útgáfa af norrænu næringarviðmiðunum, Nordic Nutrition Recommendations, hjá Norrænu ráðherranefndinni.
Byrjað var á því að gefa út fyrstu fjóru kafla næringarviðmiðanna undir heitinu NNR2012 en í febrúar er allt verkið væntanlegt á prenti en einnig í rafrænu formi.