Ný og metnaðarfull samstarfsáætlun Norðurlanda um umhverfis- og loftslagsmál

06.12.18 | Fréttir
De nordiske miljøministrene samlet under Nordisk råds sesjon 2018 på Stortinget i Oslo. 

De nordiske miljøministrene samlet under Nordisk råds sesjon 2018 på Stortinget i Oslo. 

Photographer
Johannes Jansson

Umhverfisráðherrar Norðurlanda komu saman á þingi Norðurlandaráðs 2018 á Stórþinginu í Osló.

Meðal þeirra metnaðarfullu markmiða sem sett eru fram í nýrri samstarfsáætlun Norðurlanda um umhverfis- og loftslagsmál eru að stöðva minnkun líffræðilegs fjölbreytileika, draga úr losun plasts í hafið, samnorrænt framlag til loftslagsviðræðna og sjálfbær notkun náttúruauðlinda.

Norræna ráðherranefndin hefur undirbúið nýja norræna samstarfsáætlun um umhverfis- og loftslagsmál fyrir tímabilið frá 2019 til 2024.

„Norðurlönd hafa sýnt fram á að samstarf um umhverfis- og loftslagsmál er árangursríkt. Með nýrri samstarfsáætlun viljum við halda áfram að efla norrænt samstarf og styrkja rödd Norðurlanda í alþjóðlegum umhverfis- og loftslagsumræðum“, segir Karolina Skog, umhverfisráðherra Svíþjóðar og formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfis- og loftslagsmál. Svíar hafa farið með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2018.

Sjálfbær þróun

Í áætluninni kemur fram að Norðurlönd ætli á næstu sex árum að:

  • starfa saman að umhverfis- og loftslagsmálum í þeim tilgangi að stuðla að sjálfbærri þróun á Norðurlöndum, í Evrópusambandinu og heiminum öllum
  • starfa saman í alþjóðlegum viðræðum og við að framfylgja alþjóðlegum umhverfis- og loftslagssamningum af alvöru og metnaði. Þau markmið sem sett voru fram í Parísarsamkomulaginu verða í forgrunni 
  • leggja sitt af mörkum svo að hnattrænu sjálfbærnimarkmiðum SÞ fram til ársins 2030 verði framfylgt af enn meiri einurð
  • beita sér fyrir því að regluverk ESB um umhverfis- og loftslagsmál verði styrkt
  • vinna að því að stöðva minnkun líffræðilegs fjölbreytileika og stuðla að sjálfbærri stjórnun sem tryggir öryggi náttúruauðlinda á Norðurlöndum
  • beita sér fyrir hringrásarhagkerfi og stuðla að því að neysla og framleiðsla taki mið af þolmörkum náttúrunnar
  • beita sér fyrir því að lágmarka hættu á skaðlegum áhrifum eiturefna og efnasambanda í vörum
  • vinna að því að stöðva losun plasts og örplasts í hafið
  • tryggja að Norðurlönd verði áfram í fararbroddi fyrir nýjar og skapandi lausnir í umhverfismálum
  • stefna að því að varðveita og efla samlegðaráhrif með öðrum sviðum og málaflokkum