Öryggismál í brennidepli á leiðtogafundi þingsins
Meira óöryggi ríkir í þeim heimi sem Norðurlönd eru hluti af en þegar Finnar gegndu síðast formennsku í Norðurlandaráði og voru gestgjafar þingsins. Norðurlöndin hafa síðan þá farið í gegnum kórónuveirufaraldur, í heimininum ríkir loftslagsvá og öryggismál eru í hættu sem hefur skapast vegna innrásar Rússa í evrópskt nágrannaríki, Úkraínu. Saumað er að gildum og heimsskipan sem byggja á trausti, sameiginlegum reglum, virðingu fyrir alþjóðlegum samningum og mannréttinum. Hvað geta Norðurlönd þá gert? Þetta var umræðuefnið á fundi þingfulltrúa Norðurlandaráðs og norrænu forsætisráðherranna á 74. þingi Norðurlandaráðs í Helsinki.
Nýtt tímabil norrænnar öryggisstefnu?
Finnland og Svíþjóð ákváðu að sækja um aðild að varnarbandalaginu NATO og var það afleiðing af hernaði Rússlands í Evrópu. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar þakkaði fyrir stuðning Norðurlandanna við aðildarumsóknina og benti á að fjölgun Norðurlanda í NATO gæti greitt götu frekara samstarfs á norrænum vettvangi.
„Fjölgun norrænna aðildarlanda í NATO skapar einnig tækifæri til að styrkja norrænt samstarf. Við erum frjálsust og friðsömust í heiminum og standa verður vörð um regluverk hins frjálsa heims,“ segir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Áframhaldandi stuðningur Norðurlanda við Úkraínu
En þetta snýst alls ekki eingöngu um öryggi og lýðræðisleg réttindi á Norðurlöndum. Þetta á líka við um Úkraínu, eins og Saara-Sofia Sirén úr flokkahópi hægrimanna benti á í spurningu sinni:
„Hvernig er hægt að stöðva stríðið gegn Úkraínu? Og hvernig tryggjum við að stuðningurinn við Úkraínu fjari ekki út?“ Landi hennar og forsætisráðherra svaraði þeirri spurningu:
„Sá dagur mun koma að stríðinu ljúki. Þangað til verðum við að styðja með mannúðaraðstoð við Úkraínu og hörðum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Við getum ekki beitt okkur fyrir Úkraínu en við getum hjálpað þeim,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands.
Í framtíðinni verðum við að leggja áherslu afhendingaröryggi og þróun okkar eigin sjálfbæru orku ásamt því að vera ekki háð orku frá einræðisríkjum.
Orkuöryggi
Aðgengi að orku var einnig fyrirferðarmikið mál á leiðtogafundinum. Mikil eining ríkti um að draga ætti úr viðkvæmni Norðurlanda þegar kæmi að aðgengi að orku. Það má tryggja með því að skapa sitt eigið sjálfbæra orkuöryggi, hafa stjórn á eigin innviðum, styrkja viðbúnað varðandi framboð á orku og verða óháð orku frá Rússlandi.
„Í framtíðinni verðum við að leggja áherslu afhendingaröryggi og þróun okkar eigin sjálfbæru orku ásamt því að vera ekki háð orku frá einræðisríkjum,“ segir Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands.
Um leiðtogafundinn
Leiðtogafundurinn er hluti af framtíðarumræðum sem formennska Finnlands, Erkki Tuomioja, forseti Norðurlandaráðs og Lulu Ranne, varaforseti Norðurlandaráðs, hafa ákveðið að standa fyrir á árinu 2022.