Stund sannleikans nálgast - munu loftslagsvonirnar rætast

16.11.22 | Fréttir
COP27 - HOPE
Photographer
Andreas Omvik/norden.org
COP27 hófst í norræna skálanum með umræðum þar sem ungt áhrifafólk á sviði loftslagsmála frá Afríkulöndum og Norðurlöndum sagði frá vonum sínum varðandi rammasamning SÞ um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Áhersla var á þátttöku ungs fólks, raunverulegar aðgerðir hér og nú ásamt því að bæta þann farveg sem ákvarðanir fara í. Farið er að líða að lokum COP27 og unga fólkið hyggst brátt gera grein fyrir því hvort þeim finnst að vonir þeirra hafi ræst.

Bæði heyrðist gagnrýni og hrós þegar ungt áhrifafólk á sviði umhverfismála kom saman til umræðna um vonir þeirra til loftslagsviðræðnanna í norræna skálanum. Matilde Angeltveit, fulltrúi norskra ungmenna í UNFCCC hóf umræðurnar með því að benda á að á Norðurlöndum er fyrir hendi farvegur fyrir þátttöku ungs fólks. Hún vonast til að það geti orðið öðrum löndum hvatning til að treysta því að ungt fólk séu ábyrgir þátttakendur í UNFCCC-ferlinu. Þá vill hún auka þátttökuna þannig að hún nái einnig til barna. Olumide Idowu frá Nigeríu er aðili að áætluninni Loftslagsungmenni semja. Hann gekk skrefinu lengra og sagðist vona að sá tími kæmi að ekki yrði aðeins hlustað á ungt fólk heldur tæki það þátt í ákvörðunum sem teknar eru í loftslagsviðræðunum. Elise Sydendals félagi í Det danske Ungdoms Klimaråd vonar að fleira ungt fólk og margbreytilegri hópur muni taka þátt. Þá gagnrýndi hún að henni virtist stjórnmálafólk ekki alltaf fylgja sjónarmiðum unga fólksins eftir. Hún vonast eftir betri kerfum til að tryggja þetta:

„Viljinn er til staðar en kerfin sem eiga að tryggja að hlustað sé á ungt fólk eru ekki fyrir hendi,“ sagði Elise Sydendal, félagi í Det danske Ungdoms Klimaråd.


 

Alvöru aðgerðir og ekki bara fjöldi loforða

„Von mín varðandi loftslagsviðræðurnar nú er að þær muni leiða til alvöru aðgerða og ekki bara fjölda loforða. Og að hnattræn samstaða náist þannig að þau sem ráða yfir auðlindunum taki meiri ábyrgð,“ bætti Elise Sydendal við. Olumide Idowu ræddi einnig um alvöru aðgerðir. Vonir hans standa til að ákvarðanir verði í raun innleiddar í hverju landi fyrir sig að COP27 loknu.

 

Viljinn er til staðar en kerfin sem eiga að tryggja að hlustað sé á ungt fólk eru ekki fyrir hendi

 

Elise Sydendal, félagi í Det danske Ungdoms Klimaråd   

Stund sannleikans nálgast

Lok COP27 nálgast. Þess vegna vill unga fólkið hittast aftur og ræða saman um hvort þeim finnst vonir þeirra hafa ræst. Þetta verða lokaumræðurnar í norræna skálanum REFLECTIONS – Break down the barriers 17.11 kl. 12.00-13.30 (að austur evrópskum tíma) Svæði C, P90. Viðburðinum verður streymt á hlekknum hér að neðan.