Þemaþingið 2023: Orkuframboð á óvissutímum
Í öllum norrænu löndunum er orkukreppan sem ríkir í Evrópu ofarlega á baugi. Staðan í öryggismálum með hliðsjón af innrás Rússa í Úkraínu er ein helsta ástæða kreppunnar.
Norðurlönd standa frammi fyrir þríþættum vanda þar sem orkuöryggi, sjálfbærni og orkuverði er stillt upp hverju gegn öðru. Innan norræns samstarfs er vilji til að auka öryggi þegar kemur að orkuframboði á Norðurlöndum og um leið tryggja aðgengi að orku sem er bæði sjálfbær og efnahagslega réttlát gagnvart íbúum, í takt við framtíðarsýnina um Norðurlönd sem sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.
Norrænir orkumarkaðir eru margir hverjir nátengdir. Það er því ærin ástæða til að ræða orkuöryggismál á norrænum vettvangi.
Tvisvar á ári koma allir 87 þingmenn Norðurlandaráðs saman til að ræða og ákvarða um mál í þingsal, þ.e. á þemaþinginu og á Norðurlandaráðsþinginu sem haldið er um mánaðamót október og nóvember.