Svíar fengu nýjan samstarfsráðherra Norðurlanda

11.09.19 | Fréttir
Anna Hallberg - ny svensk utrikeshandelsminister med ansvar för nordiska frågor
Photographer
Ninni Andersson/Regeringskansliet
Anna Hallberg var skipuð í embætti samstarfsráðherra Norðurlanda og ráðherra utanríkisviðskipta í Svíþjóð þann 10. september.

Hallberg hefur ekki verið virk í stjórnmálum fram að þessu en er nú meðlimur í þingflokki sænskra jafnaðarmanna (Socialdemokraterna). Hún hefur áður gegnt stöðu varaframkvæmdastjóra ríkisrekna fjárfestingafyrirtækisins Almi.
Hallberg tekur við kefli samstarfsráðherra af Ann Linde. Linde mun gegna embætti utanríkisráðherra í sænsku ríkisstjórninni að þessari uppstokkun lokinni.