Dagur Norðurlanda 2024

Ljósmyndari
norden.org
Hinn 23. mars er dagur Norðurlanda en þá fögnum við elsta svæðisbundna stjórnmálasamstarfi heims. Alla vikuna fyrir þann dag munum við skipuleggja viðburði í norrænu löndunum þar sem fjallað verður um efni sem skiptir máli fyrir löndin.

Viðburðir

Í vikunni verða 6 viðburðir í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Þú getur lesið þér nánar til um viðburðina hér fyrir neðan.

Mánudagur 18.03.

09:00 - 10:30 (CET) - Svíþjóð

Framtidens fria rörlighet i Norden – hur ska den se ut?

Frjáls för er einn af hornsteinum í norræna samstarfinu og eitthvað sem gagnast öllum löndunum. Virkur hreyfanleiki örvar efnahag samfélaga okkar og eykur velferð. En hvernig hvert er útlitið fyrir frjálsa för á Norðurlöndum til framtíðar?

Þriðjudagur 19.03.

09:30 - 12:00 (CET) - Danmörku

Klimatræthed – hvordan får vi kickstartet klimabevidstheden igen? 

Við fáum norræna menntaskólanema í heimsókn og saman reynum við að finna lausnir. Við munum svo seinna sýna vídeó frá deginum.   

Fimmtudagur 21.03.

08:30 - 09:30 (CET)- Norge

Kunstig intelligens og demokrati

Norrænt samstarf hefur aldrei verið mikilvægara. Hvaða þýðingu hefur sú tæknibylting sem blasir við fyrir lýðræðið í löndunum okkar?

16:30 - 18:00 (GMT) - Íslandi

Navigating Nordic Futures: Strengthening Cooperation for Peace and Security

Hvernig geta norrænu ríkin saman tryggt frið, mannréttindi og öryggi? Hvaða máli skiptir nánara samstarf til að tryggja stöðugleika á órólegum tímum? Takið þátt í að kanna hvað breiðara endurmat á norræna samstarfinu hefur í för með sér.

Föstudagur 22.03.

09:30 - 12:30 (GMT +2) - Finnlandi

Norden – starkare tillsammans

Hvering höfum við það í heimi sem glímir í senn við loftslagskrísu og krísu í öryggismálum? Hver er viðnámsþróttur og samkeppniskraftur okkar? Getur verið að menning og norræn gildi hafi sýnilegra hlutverki að gegna við að byggja upp viðnám í samfélögum okkar? 

Laugardagur 23.03.

14:00 - 16:30 (CET) - Færeyjar

Ung i Norden

Á Færeyjum fögnum við degi norðurlanda með viðburði sem beinir kastljósinu að norræna samstarfinu út frá sjónarhorni ungra. Þær tillögur sem ungt fólk á Norðurlöndum kom með á haustfundi Norðurlandaráðs æskunnar í Osló 2023 mynda grundvöll fyrir meginþega dagsins.

Helsingforssamningurinn - oft kallaður norræna stjórnarskráin

Á degi Norðurlanda fögnum við norrænu samstarfi sem tekur til Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Samstarfið varð opinbert með Helsingforssamningnum, sem oft er nefndur norræna stjórnarskráin. Til samstarfsins var stofnað eftir seinni heimsstyrjöld, meðal annars með það að markmiði að Norðurlöndin í sameiningu ættu að skapa öryggi og standa vörð um lýðræði og frið.

Samstarfið hefur aukist með árunum og tekur nú til margra málaflokka með það að markmiði að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir 2030.

Nánar um dag Norðurlanda og norræna samstarfið

Sjáðu allar útsendingarnar hér