Hliðsjónarefni fyrir þemaumræður og umræður um málefni líðandi stundar

Händer och papper
Ljósmyndari
Lennart Perlenhem/norden.org
Hér má finna hliðsjónarefni fyrir þemaumræður um öryggi, frið og viðbúnað á Norður-Atlantshafi og fyrir umræður um málefni líðandi stundar um norrænt samstarf á sviði samgöngumála.

Hlutverk Norðurlandaráðs og aðgerðir norrænu landanna til þess að efla norrænt samstarf á sviði öryggis-, viðbúnaðar- og friðarmála eru mikilvægari en nokkru sinni og norrænu þjóðþingin gegna sérstöku hlutverki.

Ríkisstjórnir norrænu landanna hafa komið sér saman um þá framtíðarsýn að árið 2030 skuli Norðurlönd vera „sjálfbærasta og samþættasta svæði heims“. Þetta metnaðarfulla markmið kallar á að sjónum verði beint að samstarfi á sviði innviða og samgöngumála. Norðurlandaráð hefur í mörg ár þrýst á norrænu löndin að auka samstarfið þegar kemur að stórum verkefnum á sviði samgöngumála og innviða með stofnun sérstakrar ráðherranefndar um samgöngumál innan Norrænu ráðherranefndarinnar.