Umhverfis- og loftslagsmál á Norðurlöndum
Losun
Talsverðar framfarir hafa orðið við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en enn er þó alllangt í land að kolefnishlutleysi náist á Norðurlöndum. Norrænu löndin hafa náð mislangt í átt að markmiðum um að draga úr kolefnislosun. Eins og staðan er á Norðurlöndum hafa Danir náð að draga mest úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Losun gróðurhúsalofttegunda
Orka
Orkunotkun á Norðurlöndum byggir í vaxandi mæli á endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem vatnsorku, vindorku og lífmassa. Norðurlöndin eru í fararbroddi varðandi notkun endurnýjanlegra orkugjafa miðað flest lönd heims.
Hlutfall endurnýjanlegrar orku af orkunotkun
Líffræðileg fjölbreytni
Ástandi náttúrunnar hrakar stöðugt. Náttúruvá er yfirvofandi í heiminum, einnig á Norðurlöndum. Hin svokallaða vísitala fugla í landbúnaðarlandslagi er mikið notuð sem vísir um líffræðilega fjölbreytni en hún þróast því miður í kolvitlausa átt. Ljóstýran í myrkrinu er sú að í síðustu mælingu greindist örlítil aukning norrænna fuglastofna.
Fuglar í landbúnaðarlandslagi
Frekari upplýsingar um umhverfis- og loftslagsmál á Norðurlöndum.
Í Norræna tölfræðigagnagrunninum um umhverfi og orku er að finna tölfræði um líffræðilega fjölbreytni, leyfi til umhverfismerkinga, losun, orkunotkun, áburðarnotkun, notkun varnarefna, úrgang, umhverfisútreikninga og gjöld.
Í State of the Nordic Region má finna greiningar, tölur og tölfræðigögn um samfélög Norðurlanda út frá norrænu sjónarhorni.
Hjá Norrænum orkurannsóknum (NEF) er að finna stækkandi safn orkuvísa (The Nordic Way) fyrir norrænu ríkin fimm.