Norðurlönd efla málsamfélag sitt: Ný yfirlýsing um norræna málstefnu
Fyrsta yfirlýsingin um norræna málstefnu var samþykkt 2006. Í endurskoðuninni er tekið á áskorunum samtímans svo sem stafvæðingu og hnattvæðingu og leitast við að efla tungumálasamstöðu.
Hér er lagður grunnur að heildstæðri, samræmdri, framsýnni og skilvirkri málstefnu fyrir samfélagsbær, öflug og lifandi norræn tungumál.
„Ég gleðst yfir því að við erum nú búin að endurskoða tungumálayfirlýsinguna. Hér er lagður grunnur að heildstæðri, samræmdri, framsýnni og skilvirkri málstefnu fyrir samfélagsbær, öflug og lifandi norræn tungumál. Mikilvægt er að styrkja lýðræði, þátttöku og þróa áfram samnorræna sjálfsmynd,“ segir Lotta Edholm skólamálaráðherra Svíþjóðar.
Aukinn sveigjanleiki
Miklu skiptir í nýju málstefnunni að gert er ráð fyrir að auk yfirlýsingarinnar verði gerðar sveigjanlegar starfsáætlanir til þriggja ára og verða þær gerðar þannig úr garði að þær geti aðlagast breytilegum þörfum og tækniframförum. Þetta gefur til kynna sveigjanlegri nálgun við málstefnuna en eftir því hefur verið kallað vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á tungumálalandslaginu á Norðurlöndum.
Sem norrænt samfélag viljum við varðveita, nota og þróa öll tungumálin okkar – ekki verður fram hjá því litið að aðgangur að tungumáli snýst um frelsi, lýðræði og jöfnuð
Í endurskoðuðu yfirlýsingunni er sjónum beint að mikilvægi tungumálanna út frá víðtækara samfélagslegu sjónarhorni, viðurkennt hlutverk þeirra til eflingar lýðræðis og menningarskilnings og lögð áhersla á tungumálaaðlögun í stafrænu og alþjóðlegu samhengi.