Norðurlöndin berjast gegn falsfréttum

30.10.18 | Fréttir
Lars Løkke Rasmussen och Stefan Löfven

Lars Løkke Rasmussen och Stefan Löfven

Ljósmyndari
Johannes Jansson
Falsfréttir, hatursherferðir og tölvuárásir – þetta eru skuggahliðar stafrænnar væðingar. Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu um mikilvægi þess að verjast tölvuógnum sem grafa undan lýðræðinu. En norrænu þingmennirnir skoruðu einnig á forsætisráðherrana að standa vörð um almannaþjónustumiðla sína og draga úr misskiptingu í norrænum samfélögum.

Þing Norðurlandaráðs hófst samkvæmt venju á umræðum norrænu forsætisráðherranna og þingmanna Norðurlandaráðs.

Þema umræðnanna var stafrænar ógnir við opið samfélag.

„Lýðræðið stendur traustum fótum á Norðurlöndum en þróunin sýnir að ekki er hægt að ganga að framþróun sem vísri. Viðhorfin í samfélaginu geta snúist hratt og orðið kaldranaleg. Við höfum orðið vitni að því að reynt var að hafa áhrif á frjálsar kosningar,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í upphafi umræðnanna.

Hatursaðgerðir í sænsku kosningunum

Hann ræddi um nýliðna reynslu af hatursaðgerðum í tengslum við kosningarnar í Svíþjóð í september - rafræn tilræði, tölvuárásir og herferðir frá sjálfvirkum netaðgöngum.

Stefan Löfven sagði að norrænu ríkin ættu nú að samræma öryggisráðstafanir sínar.

Miðstöð gegn tölvuógnum í Helsinki

Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, bauð hinum þjóðunum að verða þátttakendur í miðstöð gegn tölvuógnum í Helsinki en henni er ætlað er að auka þekkingu á tölvuárásum og dreifingu falskra upplýsinga.

Hann minnti einnig á að verkefni stjórnmálamanna væri að vinna gegn auknum átökum, myndun andstæðra fylkinga og tortryggni sem er tilgangur árásanna.

„Flóttamannastraumur og fólksflutningar vekja upp sterkar tilfinningar. Pópúlísk öfl nýta þær. Við verðum að koma gildum okkar á framfæri með enn skýrari hætti,“ sagði hann.

Forðist athugasemdakerfin

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs sagði að áskorunin fælist í að verja sig gegn þess háttar árásum án þess að skapa samfélög sem einkenndust af tortryggni.

„Fyrir okkur hefur skipt máli að styrkja samtalið við atvinnulífið, þar sem eignarhaldið á innviðunum liggur. Og svo verðum við að vera fær um að taka samtalið við borgarana og en ekki láta það athugasemdakerfum samfélagsmiðla eftir,“ sagði hún.

„Vel menntaðar þjóðir sem hafa aðgang að traustum fréttum meðal annars frá almannaþjónustumiðlum eru besta verndin fyrir opið samfélag,“ sagði Aksel V. Johannesen, oddviti landsstjórnarinnar í Færeyjum.  

Ógnirnar koma ekki bara að utan

Nokkrir þingmenn minntu á að ógnir gegn lýðræðinu kæmu ekki aðeins að utan. Martin Kolberg frá Flokkahópi jafnaðarmanna spurði hvort danski forsætisráðherrann liti svo á að aukinn ójöfnuður í samfélaginu hefði áhrif á traust á lýðræðið.

Jessica Polfjärd frá Flokkahópi hægrimanna minnti á að einnig á Norðurlöndum virtust fleiri aðhyllast þjóðernishyggju en alþjóðahyggju og hún lýsti eftir aðgerðum sem hvettu til fríverslunar.

Umdeildur „gettó-pakki“ í Danmörku

Gunilla Carlsson frá Flokkahópi jafnaðarmanna hafði efasemdir um niðurskurðinn hjá danska ríkisútvarpinu, DR, og Lorena Delgado frá Norrænum vinstri grænum gagnrýndi hinn danska svokallaða gettó-pakka, lög sem ætlað er að vinna gegn hliðarsamfélögum í Danmörku.

„Gettó-pakkinn snýst um að taka á áskorunum sem hægt er að láta eiga sig að tala um en við höfum ákveðið að ávarpa með opnum hætti í Danmörku,“ sagði Lars Løkke Rasmussen