Norrænt samstarf um menntamál og rannsóknir skiptir sköpum fyrir græn umskipti

03.11.22 | Fréttir
Business School in Gothenburg
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Framlenging Nordplus-áætlunarinnar til ársins 2027, kynning á skýrslu um rannsóknastefnu og áætlun um þekkingarmiðlun milli norrænna bókasafna. Þetta eru nokkur af tilmælum Norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar sem voru samþykkt á þingfundi Norðurlandaráðs í Helsinki á fimmtudaginn.

Þau sjö mál sem voru á dagskrá tengdust með einum eða öðrum hætti því hvernig menntun og menning efla norrænt samstarf. Í umræðunum kom endurtekið fram að góð tækifæri fyrir norrænt samstarf í menntamálum og rannsóknum, svo sem með aðgerðum sem auka tungumálaskilning, skipti sköpum til að uppfylla framtíðarsýnina um sjálfbær og samþætt Norðurlönd.


„Að stunda nám í öðru norrænu landi gefur fólki annan skilning og nýtt sjónarhorn, rétt eins þegar við lesum bók eða horfum á kvikmynd. Bæði menntun og menning eru hluti af náminu sem skapar samstöðuna og gildismatið sem eru grundvöllur norræns samstarfs. Og það eru miklir möguleikar fólgnir í auknu samspili menningar og menntunar, sem við í nefndinni erum meðvituð um,“ sagði Camilla Gunell, formaður Norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar.

Að stunda nám í öðru norrænu landi gefur fólki annan skilning og nýtt sjónarhorn, rétt eins þegar við lesum bók eða horfum á kvikmynd. Bæði menntun og menning eru hluti af náminu sem skapar samstöðuna og gildismatið sem eru grundvöllur norræns samstarfs.

Camilla Gunell, formaður þekkingar- og menningarnefndar Norðurlandaráðs

Nordplus-áætlunin framlengd

Tillaga ráðherranefndarinnar um að endurnýja Nordplus-áætlunina til tímabilsins 2023–2027 var samþykkt einróma. Á ári hverju gefur Nordplus fleiri en 10.000 námsmönnum sem stunda nám á Norðurlöndum eða Eystrasaltsríkjum færi á fjárhagsáðstoð.

„Nordplus er mikilvægasta áætlunin í samstarfi Norðurlanda. Það er gleðiefni að ráðherranefndin vilji fjárfesta í nýju fimm ára tímabili fyrir áætlunina, þar sem hún gerir enn fleirum kleift að stunda nám í öðru norrænu landi eða Eystrasaltsríki,“ sagði May Britt Lagesen frá flokkahópi jafnaðarmanna og meðlimur nefndarinnar.

Nordplus er mikilvægasta áætlunin í samstarfi Norðurlanda. Það er gleðiefni að ráðherranefndin vilji fjárfesta í nýju fimm ára tímabili fyrir áætlunina, þar sem hún gerir enn fleirum kleift að stunda nám í öðru norrænu landi eða Eystrasaltsríki.

May Britt Lagesen, nefndarfulltrúi flokkahóps jafnaðarmanna

Hér eru allar tillögur á þekkingar- og menningarsviði sem voru samþykktar á þinginu: