Nú er hægt að sækja um styrki til verkefna um norðurskautssvæðið

11.12.18 | Fréttir
Grönland
Ljósmyndari
Grønland
Nú hefur verið opnað fyrir styrkumsóknir til verkefna sem samræmast samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um norðurskautssvæðið fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 24. janúar 2019.

Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um norðurskautssvæðið tók gildi 1. janúar 2018 og gildir út 31. desember 2021. Áætlunin styður við framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um „skapandi, landamæralaus, sýnileg og opin Norðurlönd“. Henni er einnig ætlað að styðja við aðrar, þverfaglegar áætlanir sem byggja á styrkleikum Norðurlanda og sviðum þar sem Norræna ráðherranefndin hefur slagkraft – á Norðurlöndum sem og alþjóðlega – og geta skapað verðmæti.

Helsti markhópur áætlunarinnar eru íbúar norðurskautssvæðisins og markmiðið er að stuðla enn frekar að sjálfbærri og jákvæðri þróun á svæðinu. Í áætluninni er því lögð áhersla á fjóra flokka: planet, people, prosperity og partnerships.  Norræna ráðherranefndin hefur jafnan lagt sérlega áherslu á samvinnuþáttinn og lagt sig fram um að samþætta samstarf á öllum stigum áætlunarinnar. Slíkt verður áfram í brennidepli.

Nordregio hefur umsjón með áætluninni, í samstarfi við skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar. Umsóknarferlinu lýkur í apríl 2019 þegar ákveðið verður hvaða verkefni hljóta styrk frá samstarfsáætlun um norðurskautssvæðið.

Upplýsingar um umsóknarferlið má finna á heimasíðu Nordregio og umsóknir skal senda rafrænt til Nordregio í síðasta lagi 24. janúar 2019.

Hér eru upplýsingar um umsóknarferlið (Nordregio.org)

Starf Norrænu ráðherranefndarinnar, þar með talin samstarfsáætlunin um norðurskautssvæðið, byggir á rétta-, laga- og sögulegri hefð Norðurlanda fyrir lýðræði og jafnræði. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um norðurskautssvæðin 2018-2021 að komið sé til móts við sérstakar þarfir norðurskautssvæðisins. Áætlun Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fram til ársins 2030 og heimsmarkmiðin 17 sem samþykkt voru á allsherjarþingi SÞ árið 2015, spila stórt hlutverk í þessu samhengi.