Nýtt hlaðvarp: Norðurlöndin beina sjónum að stærstu hnattrænu áskorununum

02.07.20 | Fréttir
Decorative image

nordic talks

Photographer
norden.org
Hvers vegna þurfum við að kunna að meta bognar agúrkur? Og geta Norðurlöndin raunverulega tekið þátt í því að tryggja betra fæðingarorlof fyrir foreldra í Bandaríkjunum. Norræna ráðherranefndin ætlar að beita alveg nýrri leið til þess að beina kastljósinu að heimsmarkmiðum SÞ og hvetja hvern og einn til þess að leggja sitt af mörkum í daglegu lífi sínu. Þessi nýja leið nefnist NORDIC TALKS og fyrsta skóflustungan að því er hlaðvarpsflokkur þar sem nokkrir af mestu hugsuðum Norðurlandanna ræða hnattrænar áskoranir með aðilum alls staðar að.

Verkefnið Nordic Talks byggir á samtölum hugsuða úr öllum heiminum sem er boðið að miðla innsýn sinni og hugmyndum að lausnum við nokkrum þeirra áskorana sem heimurinn stendur frammi fyrir. Samtölin taka mið af heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun og allt frá loftslagsbreytingum til lýðfræðilegra, pólitískra og félagslegra breytinga og áskorana eru undir smásjánni.

„Ég held að við þekkjum öll heimsmarkmiðin 17 að einhverju marki. Þau eru notuð í stórum pólitískum aðgerðaáætlunum og ráðstöfunum og í alþjóðlegum samningum, svo sem Parísarsamkomulaginu. En hvað geta venjulegir þjóðfélagsþegnar eins og ég og þú gert? Þetta tökum við upp með stórum hugsuðum og hugsjónafólki af því að við gegnum hvert og eitt okkar hlutverki,“ segir Tobias Grut, markaðsstjóri Norden sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina.“ Og hann heldur áfram:

„Í stuttu máli viljum við ná umræðunni út úr fundarsölum og ráðstefnuumhverfi og inn í daglegt líf fólks og heyrnartólin þess þar sem hægt er að umbreyta henni í tiltekna hvunndagshegðun.“

Vendipunktur Nordic Talks er forvitni og verkefninu var hrundið af stað af metnaði til þess að hvetja borgara um heim allan til þess að breyta í þágu sameiginlegrar sjálfbærrar framtíðar.

 

Fyrstu þrír hlutar hlaðvarpsflokksins Nordic Talks eru þegar aðgengilegir og næstu þrír munu koma út í sumar. Þar er dregið í efa að kórónuveirufaraldurinn muni hraða grænum umskiptum, verðmæti ljóts grænmetis kannað og sú gríðarlega matarsóun sem hlýst af sambandi okkar við bognar agúrkur ásamt því að að fæðingarorlofsmál í Bandaríkjunum eru gagnrýnd.

Í haust verður haldið áfram með nokkrum netfyrirlestrum og í framhaldi af því viðburðum sem sendir verða út beint um allan heim – allt undir yfirskriftinni Nordic Talks. Mikilvægustu fyrirlestrarnir alls staðar að úr heiminum verða klipptir saman í hlaðvarpsþátt þannig að samtalið nái enn víðar og haldi áfram þvert á landamæri og milli fólks.

Hittu þáttastjórnandann Afton Halloran

Þáttarstjórnandinn í Nordic Talks-hlaðvarpinu er Afton Halloran sem er upprunalega frá Kanada en hefur átt heima í Danmörku í tíu ár. Afton Halloran er sjálfstæður ráðgjafi hjá Sustainable Food Systems Transitions og er með doktorspróf í barnalækningum og alþjóðlegri næringu.

 

Afton Halloran  hljverinu.

Um hlaðvarpsflokkinn

Nordic Talks-hlaðvarpið byggir á netviðburðum þar sem mestu hugsuðir Norðurlandanna ræða við nokkur af mesta hugsjónafólki heimsins. Bæði í erindunum og hlaðvarpsþáttunum verður kannað út frá heimsmarkmiðum SÞ hvernig þú og ég getum breytt í þágu sjálfbærari framtíðar. Hlaðvarpið er að finna á nordictalks.com og í flestum hlaðvarpssmáforritum, svo sem Spotify og iTunes. Öllum þáttunum lýkur með hvatningu til tiltekinnar breytni sem hlustendur geta tekið með sér.

Verkefni með rætur í norrænu samstarfi.

Nordic Talks er eitt af mörgum verkefnum sem styðja við framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Opinbert norrænt samstarf fer fram innan vébanda Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Aðild að samstarfinu eiga Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð, auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Nordic Talks er verkefni innan stefnumótunarinnar International Branding of the Nordic Region towards 2021.

Allir sem búa yfir góðri hugmynd að samtali sem tekur mið af einu af heimsmarkmiðunum geta sótt um að halda Nordic Talk – annað hvort sem netviðburð eða í beinni útsendingu.

Nordic Talks-hlaðvarpið byggir á netviðburðum þar sem mestu hugsuðir Norðurlandanna ræða við nokkur af mesta hugsjónafólki heimsins. Verkefnið tekur mið af heimsmarkmiðum SÞ og er hrundið af metnaði til þess að hvetja borgara um heim allan til þess að breyta í þágu sameiginlegrar sjálfbærrar framtíðar.