Styrkir vegna samnorrænar umsóknar um að halda heimsmeistaramót í knattspyrnu 2027

03.06.19 | Fréttir
VM-kvalmatch mellan Sverige och Kroatien på Gamla Ullevi i 2018

VM-kvalmatch mellan Sverige och Kroatien på Gamla Ullevi i 2018

Ljósmyndari
Adam Ihse / TT / Ritzau Scanpi

Leikur milli Svíþjóðar og Króatíu í undanriðli heimsmeistaramótisins í knattspyrnu á gamla Ullevi-vellinum 2018.

Heimsmeistaramóti kvenna 2027 á Norðurlöndum? Það er markmið sem norrænu knattspyrnusamböndin vinna að og njóta til þess stuðnings Norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar og Norrænu hagvaxtar- og þróunarnefndarinnar í sameiginlegri yfirlýsingu.

Það var í upphafi árs sem norrænu knattspyrnusamböndin (Danmörk, Færeyjar, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) ákváðu að gera forkönnun á möguleikum þess að sækja sameiginlega um til FIFA að halda heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu 2017. Ákvörðunin var tekin eftir að vinnuhópur hafði kannað möguleikana á sameiginlegri umsókn um að halda alþjóðlegt mót á næstu árum.

Norðurlönd sem gestgjafi

Norræna þekkingar- og menningarnefndin og Norræna hagvaxtar- og þróunarnefndin eru sannfærðar um að margir kostir felist í sameiginlegri norrænni umsókn miðað við að einstök lönd freisti þess að sækja um.

„Það væri ótrúlega spennandi ef við gætum haldið heimsmeistaramót í knattspyrnu hér á Norðurlöndum. Alþjóðlegur viðburður af þessari stærðargráðu er bæði afar kostnaðarsamur og gerir kröfur um sjálfbærar lausnir en ef norrænu ríkin taka sameiginlega að sér að vera gestgjafar þá dreifist áhættan um leið og fleiri geta notið þess ávinnings sem viðburðurinni gæti haft í för með sér,“ segir Pyry Niemi, formaður hagvaxtar- og þróunarnefndarinnar.

Sambærileg staða

Norrænu löndin eru talin leiðandi á sviði skipulagðs kvennafótbolta en ennþá ríkir mikill aðstöðumunur miðað við karlaboltann. Heimsmeistaramót á heimavelli gæti stuðlað að aukinni athygli og auknu fjármagni. Þetta vegur þungt í rökum nefndanna vegna stuðnings þeirra við vinnu knattspyrnusambandanna.

„Aukið fjármagn felur einnig í sér að kvennaboltinn getur náð stöðu sem er nær því að vera sambærileg stöðu karlaboltans. Sameiginlegt norrænt heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu gæti styrkt norrænt samstarf á sviði íþrótta sem bæði gæti gagnast þeim sem æfa íþróttir og öllum almenningi.

Aukið samstarf og alþjóðlegur sýnileiki

Knattspyrnusamböndin sex hafa tekið ákvörðun um að hugsanleg umsókn skuli byggjast á sameiginlegum norrænum gildum og þau ætla að unnt verði að virkja öll löndin sex varðandi hliðarviðburði í tengslum við heimsmeistaramótið.  Í yfirlýsingunni er einnig vakin athygli á viljanum til þess að styrkja norrænt samstarf og að stuðla að sýnileika Norðurlandanna.

Tengiliður