Þörf er á stafrænum stjórnmálum fyrir græn umskipti

22.09.21 | Fréttir
Digital Green Transition
Photographer
Milan Seitler / Unsplash
Stafræn nýsköpun er lykilþáttur græns hagkerfis framtíðarinnar. Norðurlönd og Eystrasaltsríkin standa vel að vígi að þessu leyti en þau skortir heildstæða stefnu sem sameinar það stafræna og það græna. Samkvæmt nýrri skýrslu er mikilvægt að allir borgarar búi yfir bæði stafrænni og grænni þekkingu og færni. Um leið þurfa fyrirtæki og stofnanir að fá raunverulegan aðgang að opnum grænum gögnum. Nýstárlegar pólitískar lausnir eru einnig lykilatriði til að markmiðum verði náð.

Tækniþróun á sviðum á borð við gervigreind, vélanám, bitakeðjur og internet hlutanna hefur fyrir löngu skilið slitið barnskónum. Nú eru raunverulegar lausnir í boði sem stuðla að minnkaðri kolefnislosun en þróunin þarf að vera hraðari. Samkvæmt loftlagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) þarf að auka bæði umfang og hraða meira en nokkru sinni fyrr.

Samþætting og skuldbinding til að taka nýja tækni í notkun eru lykilatriði í meðmælum okkar til að sjálfbærari samfélög verði að veruleika.

Christian Ingemann, hugveitunni Mandag Morgen

Enabling the Digital Green Transition er ný rannsókn sem Norræna ráðherranefndin lét gera og framkvæmd var af samstarfshópi sem leiddur var af hugveitunni Mandag Morgen í Kaupmannahöfn. Niðurstaðan eru meðmæli um nýstárlega stefnumótun byggð á rannsókninni. Christian Ingemann hefur verið verkefnisstjóri rannsóknarinnar.

„Samþætting og skuldbinding til að taka nýja tækni í notkun eru lykilatriði í meðmælum okkar til að sjálfbærari samfélög verði að veruleika. Þetta snýst um að skapa verðmæti með réttum hugsunarhætti og framsýnni stefnu. Áherslan verður að vera á hvata fyrir stafrænni grænni nýsköpun með samstarfi milli sviða, svæða og landa. Þannig er hægt að sýna fyrirtækjum, stofnunum og borgurum fram á raunverulegan efnahagslegan og umhverfislegan vöxt,“ segir Ingemann.

Svona getum við gert þetta

Nýta verður verðmætin sem felast í opnum grænum gögnum. Þrátt fyrir að mörg norræn lönd og Eystrasaltsríki haldi úti opnum gagnagáttum er munurinn mikill að því er varðar öruggt og gagnlegt aðgengi og að hver miklu marki gáttirnar innihalda nægilega umfangsmikil gagnasöfn um loftlagsmál. Viðeigandi pólitískar aðgerðir geta styrkt nýsköpun í stafrænum grænum lausnum fyrir bæði einkaaðila og hið opinbera. Þær myndu einnig flýta fyrir stafrænum grænum umskiptum.

Við verðum að styðja samstarf og nýsköpunarsetur utan um stafrænar grænar lausnir. Á Norðurlöndum og í Eystrasalti er að finna mörg dæmi um verkefni sem stuðla að nýsköpun á milli sviða. Engu að síður er þörf á fleiri klösum, setrum og hröðlum fyrir frumkvöðla sem vinna að stafrænum nýsköpunarverkefnum sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið.

Við verðum að gefa öllum stafræna og græna þekkingu og færni. Á Norðurlöndum og í Eystrasalti er hún almennt góð en þörf er á frekari þróun á færni og þá sérstaklega hnitmiðaðri færniþróun með áherslu á að samræma stafrænar og umhverfistengdar greinar og þekkingarsvið.

Það eru aðeins átta ár til 2030. Þess vegna megum við engan tíma missa.

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Tíminn til aðgerða er núna

Stafræn umskipti eru aðeins möguleg með samvinnu. Allir hagsmunaaðilar á Norðurlöndum og í Eystrasalti hafa tækifæri til að leggja sitt af mörkum til að takast á við mikilvæga áskorun sem ætti einnig að fela í sér mikil tækifæri.

„Það eru aðeins átta ár til 2030. Þess vegna megum við engan tíma missa. Borgarar, fyrirtæki og samfélagið eru þungamiðjan í öllu sem við gerum. Við verðum að taka í notkun og þróa nýja tækni og stafræn umskipti til að ná framtíðarsýn okkar fyrir árið 2030 og skapa samþætt og sjálfbært svæði sem er grænt, samkeppnishæft og félagslega sjálfbært,“ segir Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Bein útsending

Hér getur þú horft á útsendingar frá viðburðinum sem hefst klukkan 13:00 fimmtudaginn 23. september: