Tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022

23.08.22 | Fréttir
Posters, Nordisk råds filmpris 2022
Photographer
norden.org
Fimm norrænar kvikmyndir eru tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022, sem í ár fagna 20 ára afmæli. Kvikmyndirnar sem tilnefndar eru verða kynntar á þriðjudagskvöld við opnun viðburðarins „New Nordic Films“ á norsku kvikmyndahátíðinni í Haugesund í Noregi. Verðlaunahafinn verður opinberaður á verðlaunaafhendingunni í Helsingfors 1. nóvember.

Frá árinu 2002 hafa kvikmyndaverðlaunin verið veitt kvikmyndum í fullri lengd sem eiga rætur í norrænni menningu og hafa mikið listrænt gildi. 

Hér eru tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022: 

DANMÖRK

FINNLAND

ÍSLAND

NOREGUR

SVÍÞJÓÐ

 

Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum tilnefndi myndirnar fimm.

Verðlaunamyndin kynnt 1. nóvember

Handhafi kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 verður kynntur um leið og handhafar annarra verðlauna Norðurlandaráðs þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 


Verðlaunaféð nemur 300 þúsundum danskra króna og skipta handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi upphæðinni á milli sín enda er kvikmyndagerð listgrein þar sem árangurinn verður til í nánu samstarfi þessara aðila.
 

Hér verður hægt að sjá bestu myndir Norðurlanda í haust

Í haust verða hinar fimm tilnefndu myndir sýndar á eftirtöldum viðburðum og stöðum víða um Norðurlönd:

Um kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt norrænni kvikmynd með mikil listrænt gildi. Myndin þarf að hafa verið frumsýnd í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1. júlí til 31. desember árið áður eða 1. janúar til 30. júní 2022. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 2002 og eru nú veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins fyrir bókmenntir, tónlist og starf að umhverfismálum.

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur umsjón með kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs.
 

5 nominees for The Nordic Council Film Prize 2022 Meet the 5 nominees for The Nordic Council Film Prize 2022. More information: https://www.norden.org/filmprize