Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021

25.03.21 | Fréttir
Nominerade till Nordiska rådets barn- och ungdomslitteraturpris 2021
Photographer
Norden.org
14 norrænar myndabækur, unglingabækur og framtíðarsögur eru tilnefndar till barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Verkin sem tilnefnd eru í ár fjalla meðal annars um loftslagsvandann. En ekki bara hann. Þau koma einnig inn á stór mál á borð við sjálfsmynd, tilveru og vísindi og einnig gáskafullar fantasíur, uppfinningar og vísindaskáldskap. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin í Kaupmannahöfn í nóvember.

Bækurnar sem tilnefndar eru í ár koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum. Yfirleitt er tilkynnt um tilnefningarnar á alþjóðlegu barna- og unglingabókasýningunni í Bologna á Ítalíu en hætt var við hana í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

 

Eftirtalin verk eru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna í ár:

Danmörk

Finnland

Færeyjar

Grænland

Ísland

Noregur

Samíska málsvæðið

Svíþjóð

Álandseyjar

Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum tilnefndi verk til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna.

Verðlaunin veitt 2. nóvember

Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 verður kynntur ásamt öðrum verðlaunahöfum Norðurlandaráðs þann 2. nóvember í Kaupmannahöfn í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur.

Um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 2013 að ósk norrænu menningarmálaráðherranna, sem höfðu um árabil viljað efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum á Norðurlöndum. Verðlaunin eru veitt fyrir fagurbókmenntaverk fyrir börn og unglinga sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Verkið getur sameinað texta og mynd og skal uppfylla strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.

Markmið hinna fimm verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.

Mød de nominerede til Nordisk Råds børne- og ungdomslitteraturpris 2021.

Mere information: www.norden.org/bulitpris