Góðir grannar – Norðurlönd á tímum grænna umskipta

Stefnumótandi tillögurfyrir norrænt samstarf umumhverfis- og loftslagsmáltil ársins 2030

Informasjon

Publish date
Abstract
Norrænu löndin hafa áratugum saman átt samstarf um umhverfis- og náttúruvernd bæði innan Norðurlanda og víðar um heim. Skýrsla þessi inniheldur tillögur sem byggðar eru á stefnumótandi úttekt óháðs ráðgjafa á sóknarfærum til framtíðar í opinberu norrænu samstarfi um umhverfis- og loftslagsmál innan vébanda Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfis- og loftslagsmál. Tillögurnar benda á tækifæri til að auka mikilvægi samstarfsins og breyta því í aflgjafa sem knýr græn umskipti áfram. Tillögurnar ná til fimm almennra sviða þar sem norrænt samstarf um umhverfis- og loftslagsmál á að láta að sér kveða. Þau eru lausnir fyrir græn umskipti, virk þátttaka lykilaðila, fjármögnun grænna umskipta, alþjóðlegt samstarf og aðlögun að loftslagsbreytingum.Skýrslan er ein í röð stefnumótandi úttekta á samstarfi til framtíðar hjá Norrænu ráðherranefndinni. Fyrri úttektir hafa fjallað um vinnumál, heilbrigðismál og orkumál. Úttektirnar eru liðir í umbótastarfi Norrænu ráðherranefndarinnar sem fram fer undir yfirskriftinni „Nyt Norden“.
Publication number
2018:751