Yfirlýsing um þörf á framtaki til að draga úr félagslegum og menningarlegum afleiðingum af landamæralokunum fyrir íbúa á Norðurlöndum

01.07.20 | Yfirlýsing
Øresundsbroen - Bridge connecting Denmark and Sweden
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Yfirlýsing þekkingar- og menningarnefndar Norðurlandaráðs um þörf á framtaki til að draga úr félagslegum og menningarlegum afleiðingum af landamæralokunum fyrir íbúa á Norðurlöndum.

Nú á bjartasta tíma ársins vill norræna þekkingar- og menningarmálanefndin benda á að útlitið er svart í norrænu samstarfi um þessar mundir. Opin landamæri eru algjör forsenda þess að Norður¬löndin geti verið samþættasta svæði heims.

Nefndin hefur einkum áhyggjur af þeirri sameiginlegri menningu sem er að finna á landamæra-svæðum þar sem íbúarnir eru vanir að geta athafnað sig frjálst hvorum megin landamæranna sem er. Lokun landamæra setur eðlilegu samstarfi á þessum svæðum þröngar skorður og félagslega er það mikið áhyggjuefni að íbúarnir skuli ekki geta umgengist og deilt gleði og sorgum hversdagsins. Lokun landamæra sundrar fjölskyldum, slítur vináttubönd og kemur í veg fyrir lifandi félags- og menningarlíf.

Nefndin óskar eftir því að einnig menningarlegar og félagslegar afleiðingar af landamæralokunum verði ræddar þegar þjóðirnar bera saman reynslu sína af því hvernig þær bregðast við heimsfaraldrinum.

Dragist opnun landamæra á langinn mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífleg viðskipti á landamærasvæðum svo og tækifæri fólks til náms og starfa handan landamæra.

Nefndin hvetur til þess að ráðherrar landanna ræði einnig í því samráði sem á sér stað opnun landamæra á tilteknum svæðum. Vera má að Norðurlöndin verði grænni til skamms tíma á meðan færri en ella leggja land undir fót. En til lengri tíma litið leiðir það hvorki til aukinnar samkeppnis¬hæfni né félagslegrar sjálfbærni.