Yfirlýsing norrænu menningarmálaráðherranna um menningararf sem forsendu fyrir friðsamlegri þróun í heiminum og gildi þess að koma í veg fyrir ólögleg viðskipti með menningarverðmæti

30.10.19 | Yfirlýsing
Yfirlýsing norrænu menningarmálaráðherranna um menningararf sem forsendu fyrir friðsamlegri þróun í heiminum og gildi þess að koma í veg fyrir ólögleg viðskipti með menningarverðmæti.

Upplýsingar

Samþykkt
30.10.2019
Staðsetning
Stockholm

Norrænu menningarmálaráðherrarnir samþykktu eftirfarandi yfirlýsingu á fundi sínum 30. október

 

Við, norrænir menningarmálaráðherrar,

höfum veitt því sérstaka athygli að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur í mörgum ályktunum – síðast í ályktun 2462 (mars 2019) um fjármögnun hryðjuverka – hvatt þjóðir til þess að efla aðgerðir gegn ólöglegum viðskiptum með menningarverðmæti og gera grein fyrir aðgerðunum

vitum af ýmsum mikilvægum aðgerðum í kjölfar norrænu ráðherrayfirlýsingarinnar frá 2015, meðal annar tveimur norrænum rástefnum og einum samráðsfundi norrænna menningaryfirvalda. Svipaðar svæðisbundnar málstofur og námsstefnur hafa einnig verið haldnar að undanförnu á öðrum svæðum á vettvangi UNESCO, INTERPOL, WCO og ESB

vekjum athygli á mikilvægri vinnu sem unnin er á vegum UNESCO, WCO, UNODC og ESB varðandi þróun á hagnýtum verkfærum til að auðvelda vinnu yfirvalda að því að koma í veg fyrir menningarglæpi og ólögleg viðskipti

hvetjum norræna aðila til þess að miðla áfram rafrænu námsefni inn í umhverfi sitt

höfum veitt athygli sáttmála Evrópuráðsins um menningarglæpi - Convention on Offences relating to Cultural Property (Nicosia, 2017) – sem mikilvægri viðbót við menningarsáttmála UNESCO og UNIDROIT-sáttmálann um að skila aftur stolnum og ólöglega útfluttum menningarverðmætum

leggjum áherslu á að Nicosia-sáttmálinn mun, þegar hann tekur gildi, opna fyrir alþjóðlega aðild og getur þannig orðið mikilvægt verkfæri landa sem þarfnast betri réttarverndar fyrir menningarverðmæti

hvetjum aðra geira í ljósi UNSR 2347 (2018) til þess að samþætta menningu og menningararf sem miðlæga forsendu í starfi sínu að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóða á sínum sviðum, á sviði menntunar, rannsókna, loftslags og umhverfis, sem og í vörnum og hernaðarlegum aðgerðum

hvetjum alla hluta borgarlegs samfélags til þess að taka þátt í því að gæta að menningararfi heimsins um leið og við viðurkennum sérstaka ábyrgð á því að tryggja og viðhalda menningararf okkar eigin ríkja

hvetjum fagleg yfirvöld á Norðurlöndum til þess að þróa áfram norrænt samstarf í samræmi við niðurstöður Óslóarráðstefnunnar 2015 með áframhaldandi áherslu á samræmingu aðgerða, samskipti, færniþróun og þekkingu ásamt kortlagningu á því samstarfi og aðgerðum sem þegar eru fyrir hendi

 

Tengiliður