Greiðslur til eftirlifandi aðstandenda á Íslandi

Greiðslur til eftirlifandi aðstandenda á Íslandi
Hér er hægt að fá upplýsingar um réttindi eftirlifandi ættingja við dauðsfall.

Átt þú rétt á dánarbótum ef maki þinn deyr?

Greiddar eru bætur til þeirra sem verða ekkjur/ekklar innan 67 ára aldurs. 

Dánarbætur eru greiddar í sex mánuði eftir andlát maka. 

Ef sá sem fær dánarbæturnar er með barn yngra en 18 ára á framfæri er heimild til þess að greiða dánarbætur í að a.m.k. tólf mánuði í viðbót. En ekki lengur en fjögur ár. 

Ef einstaklingur deyr af slysförum fær ekkja/ekkill sem var í samvistum við hinn látna mánaðarlega dánarbætur í átta ár frá dánardegi hins látna. 

Dánarbætur eru greiddar á grundvelli laga um félagslega aðstoð og greiðast því ekki úr landi.

Sótt er um dánarbætur hjá Tryggingastofnun.

 

Barnalífeyrir 

Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef foreldri er látið eða er elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi. 

Einnig geta einstæðir foreldrar sótt um barnalífeyri í stað meðlags ef ekki er hægt að feðra barn. 

Frekari skilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris eru að annað hvort foreldra barnsins eða það sjálft hafi búið á Íslandi í a.m.k. þrjú síðustu árin áður en umsókn er lögð fram 

Sótt er um barnalífeyri hjá Tryggingastofnun.

 

  Upplýsingar um lífeyrisgreiðslur við andlát lífeyrisþega 

  Við hvern á að hafa samband ef spurningar vakna? 

   

  Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Tryggingarstofnunar. Einnig er hægt að fá upplýsingar símleiðis hjá þjónusturáðgjafa í síma (+354) 560 4400.

  Hafa samband við yfirvöld
  Spurning til Info Norden

  Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

  ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

  Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
  Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna