Greiðslur til eftirlifandi aðstandenda á Íslandi

Dánarbætur
Dánarbætur greiðast í sex mánuði þeim sem verða ekkjur/ekklar innan 67 ára aldurs. Skilyrði er að viðkomandi hafi verið í hjúskap við hinn látna eða í skráðri, óvígðri sambúð í eitt ár eða lengur við andlátið. Dánarbætur eru ekki tekjutengdar.
- Dánarbætur eru greiddar áfram eftir að viðtakandi er orðinn 67 ára, ef réttur til bótanna hefur skapast fyrir 67 ára aldur.
- Fólk í skráðri sambúð sem ekki hefur varað í eitt ár getur átt rétt á dánarbótum hafi það átt barn saman.
- Sami réttur skapast ef konan er barnshafandi þegar sambýlismaður hennar andast.
- Sjómenn sem hefja töku lífeyris 60-70 ára eiga ekki rétt á dánarbótum.
Framlenging dánarbóta
Ef eftirlifandi maki er með barn undir 18 ára aldri á framfæri sínu fær hann framlengdar dánarbætur í 12 mánuði til viðbótar sex mánaða dánarbótum án sérstakrar umsóknar.
Ef fjárhags- og félagslegar aðstæður eftirlifandi maka eru mjög slæmar getur hann sótt um framlengingu dánarbóta. Framlengdar dánarbætur eru afgreiddar í 12 mánuði í senn.
Heimilt er að framlengja greiðslu dánarbóta að hámarki í 48 mánuði samtals frá því að greiðslu sex mánaða dánarbóta lauk.
Sex mánaða dánarbætur falla niður:
- Við flutning úr landi
- Við hjúskap
- Þegar ekkja/ekkill fær greiddan ellilífeyri sjómanna (60 - 67 ára) eða átta ára slysabætur
Framlengdar dánarbætur falla niður:
- Við flutning úr landi
- Við 67 ára aldur ekkju/ekkils en þá er hægt að sækja um ellilífeyri
- Þegar ekkja/ekkill fær greiddan ellilífeyri sjómanna (60 - 67 ára), eða átta ára slysabætur
- Þegar ekkja/ekkill er ekki lengur með barn undir 18 ára aldri á framfæri sínu
- Þegar ekkja/ekkill gengur í hjónaband eða skráir sig í sambúð. Við sambúð falla bætur niður ári síðar.
Önnur réttindi
- Ekkill eða ekkja getur nýtt sér skattkort maka í átta mánuði eftir andlát hans
- Hægt er að sækja um lækkun tekju- og eignaskatts.
- Eftirlifandi maki getur sótt um lækkun á tekjuskattsstofni hjá Ríkisskattstjóra
- Eftirlifandi maki getur einnig átt rétt á fyrirgreiðslu hjá stéttarfélögum, stuðningi frá félagsþjónustu sveitarfélaga eða tryggingafélögum
Barnalífeyrir
Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef foreldri er látið eða er elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi.
Einnig geta einstæðir foreldrar sótt um barnalífeyri í stað meðlags ef ekki er hægt að feðra barn.
Frekari skilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris eru að annað hvort foreldra barnsins eða það sjálft hafi búið á Íslandi í a.m.k. þrjú síðustu árin áður en umsókn er lögð fram
Sótt er um barnalífeyri hjá Tryggingastofnun.
Við hvern á að hafa samband ef spurningar vakna?
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Tryggingarstofnunar. Einnig er hægt að fá upplýsingar símleiðis hjá þjónusturáðgjafa í síma (+354) 560 4400.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.