Heilbrigðiskerfið í Svíþjóð
Allir íbúar í Svíþjóð eiga rétt á þjónustu læknis og sérfræðilækna, niðurgreiðslu á lyfjakostnaði og tannlæknaþjónustu.
Sænska heilbrigðiskerfið
Í Svíþjóð reka landshlutastjórnirnar heilbrigðisþjónustuna og er hún að miklu leytið aðskilin almannatryggingum. Landshlutastjórnirnar annast einnig rekstur heilsugæslunnar í Svíþjóð. Það er skylda hvers landshluta að sjá til þess að allir íbúar eigi kost á fullnægjandi læknishjálp.
Stærsti hluti heilbrigðisþjónustunnar er rekinn af svæðisstjórnum en einnig eru læknar með eigin rekstur samkvæmt samningi við svæðisstjórnina.
Sænska heilbrigðiskerfið er tvískipt í göngudeildir og legudeildir. Eftir tíma á göngudeild geturðu farið heim til þín en sjúklingar á legudeild eru lagðir inn á sjúkrahús.
Leiðarvísir um heilbrigðisþjónustu í Svíþjóð
Í Svíþjóð veitir leiðarvísir um heilbrigðisþjónustuna, 1177 Vårdguiden, upplýsingar um meðferðir, heilsufar og umönnun um allt land. Hjá leiðarvísinum veita hjúkrunarfræðingar ráðgjöf og svör við spurningum eftir að hafa metið vandann, gefa ráð og vísa á frekari hjálp ef þörf er á. Auk þess vísa þeir á næsta opnu læknamiðstöð þegar heilsugæslan er lokuð.
Heilsugæslumiðstöðvar í Svíþjóð
Þú þarft að byrja á því að leita til heilsugæslustöðvar ef þú ert með spurningar um heilsugæslu og læknishjálp. Heilsugæslustöðvar eru nefndar mismunandi nöfnum, til dæmis móttaka heimilislæknis, móttaka fjölskyldulæknis eða heilsugæslumiðstöð.
Einstaklingar geta sjálfir valið sér heilsugæslustöð á sínu svæðis. Ef það er mat læknis á heilsugæslu að þú þurfi sérfræðiaðstoð eða endurhæfingu vísar hann þér til sérfræðings á sjúkrahúsi eða á móttöku á göngudeild.
Mæðravernd í Svíþjóð
Á heilsugæslustöðum er oft meðgöngudeildir þar sem ljósmæður starfa. Þangað geturðu leitað með spurningar um getnaðarvarnir og kynsjúkdóma, eða ef þú átt von á barni. Flestar meðgöngudeildir halda utan um foreldrahópa, námskeið og fræðslu fyrir barnshafandi konur. Það er ókeypis að fara á meðgöngudeild og þú getur yfirleitt valið á milli meðgöngudeilda.
Ungbarnaeftirlit í Svíþjóð
Ungbarnaeftirlit er oft á vegum heilsugæslustöðvanna.Ungbarnaeftirlitið annast læknisskoðanir á heilbrigðum börnum upp að sex ára aldri en eftir það tekur skólaheilsugæslan við.
Ungbarnaeftirlitið annast einnig bólusetningar á börnum og veita ráðgjöf um brjóstagjöf, mat og svefn. Foreldrar með veik börn, á hvaða aldri sem er, geta leitað til heilsugæslunnar eða bráðamóttöku barna.
Bráðamóttaka vegna bráðaveikinda í Svíþjóð
Ef þú veikist skyndilega eða slasast og hefur bráða þörf fyrir læknishjálp skaltu hafa samband við bráðamóttöku á næsta sjúkrahúsi. Ef þörfin er ekki eins bráð geturðu leitað læknishjápar á heilsugæslustöð (á dagtíma) eða á læknavakt (á kvöldin og um helgar).
Ef lífshætta liggur við skaltu haft samband við neyðarlínu, SOS Alarm, í síma 112.
Sérfræðilæknar í Svíþjóð
Þú getur leitað til sérfræðilæknis, til dæmis kvensjúkdómalæknis, þvagfæralæknis eða háls-, nef- og eyrnalæknis hvort sem er á sjúkrahúsum eða utan þeirra. Yfirleitt er fljótlegra að fá tíma hjá sérfræðingi ef þú ert með tilvísun frá heimilislækni.
Meðferðarábyrgð í Svíþjóð
Meðferðarábyrgðin kveður á um biðtíma í heilbrigðiskerfinu og kveður á um að þú fáir tíma og meðferð innan ákveðins tíma. Hafðu samband við skrifstofu viðkomandi landshlutastjórnar til að fá nánari upplýsingar um biðtíma.
Tannvernd í Svíþjóð
Tannvernd í Svíþjóð er ýmist í höndum Folktandvården á vegum landshlutans eða hjá sjálfstætt starfandi tannlæknum. Nánari upplýsingar um tannvernd í Svíþjóð á vefnum 1177.se.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.