Bankareikningur í Færeyjum
Nauðsynlegt er að vera með færeyskan bankareikning til þess að fá greidd út laun.
Færeyskur bankareikningur
Launþegi í Færeyjum verður að vera með bankareikning í færeyskum banka til þess að atvinnurekandinn geti greitt viðkomandi laun. Til þess að geta stofnað færeyskan bankareikning er nauðsynlegt að vera með færeyska kennitölu, p-tal.
Færeysku bankarnir fjórir
Í Færeyjum eru fjórir bankar:
- Bank Nordik
- Betri Banki
- Norðoya Sparikassi
- Suðuroyar Sparikassi
Færeyskar kennitölur (p-tal)
Nauðsynlegt er að vera með kennitölu ef þú ætlar að starfa í Færeyjum í meira en 180 daga. Komir þú til starfa í Færeyjum skemur en 180 daga er nauðsynlegt að fá gervikennitölu, svokallað pseudo-tal, sem er tímabundin kennitala. Biðja þarf atvinnurekandann um þessa gervikennitölu og hann sér einnig um að koma henni inn í skattkerfið.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.