Bankareikningur í Færeyjum

Bankkonto på Færøerne
Hér er að finna upplýsingar um hvernig opna má bankareikning í Færeyjum og hvaða banka þar er að finna.

Nauðsynlegt er að vera með færeyskan bankareikning til þess að fá greidd út laun.

Færeyskur bankareikningur

Launþegi í Færeyjum verður að vera með bankareikning í færeyskum banka til þess að atvinnurekandinn geti greitt viðkomandi laun. Til þess að geta stofnað færeyskan bankareikning er nauðsynlegt að vera með færeyska kennitölu, p-tal.  

Færeysku bankarnir fjórir

Í Færeyjum eru fjórir bankar:

  • Bank Nordik
  • Betri Banki
  • Norðoya Sparikassi
  • Suðuroyar Sparikassi

Færeyskar kennitölur (p-tal)

Nauðsynlegt er að vera með kennitölu ef þú ætlar að starfa í Færeyjum í meira en 180 daga. Komir þú til starfa í Færeyjum skemur en 180 daga er nauðsynlegt að fá gervikennitölu, svokallað pseudo-tal, sem er tímabundin kennitala. Biðja þarf atvinnurekandann um þessa gervikennitölu og hann sér einnig um að koma henni inn í skattkerfið.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna