Fjármálaráðherrar Norðurlanda leggja áherslu á græna endurreisn

29.10.20 | Fréttir
Nicolai Wammen
Photographer
Morten Fauerby
Norðurlönd hafa orðið fyrir miklum áhrifum af heimsfaraldrinum, líkt og heimsbyggðin öll, og leggja nú allt kapp á hraða endurreisn efnahagsins. Spurningin um hvernig löndin gætu komist best frá faraldrinum, og sem fyrst, var miðpunkturinn í fjarfundi fjármálaráðherra Norðurlanda þann 29. október.

Fjármálaráðherrarnir telja lykilatriði að löndin komi sterk út úr erfiðleikunum. Þess vegna hafa Norðurlönd gripið til fordæmalausra aðgerða til að hafa hemil á atvinnuleysi, minnka neikvæð áhrif á fyrirtæki og örva efnahaginn. Allt þetta hefur hjálpað bæði almenningi og fyrirtækjum að komast betur í gegnum ástandið en ella.

En heimsfaraldurinn stendur enn yfir og á meðan hann dreifist aftur hratt um Evrópu er forgangur fjármálaráðherranna enn sem fyrr að bregðast við efnahagskreppunni og tryggja fjárhagslegt öryggi ríkjanna til langs tíma.Auk þess eru ráðherrarnir sammála um leiðin út úr krísunni ætti nái til allra samfélagshópa, vera græn og vinna í átt að loftlagsmarkmiðum landanna.

„Við erum í miðri kreppu og miklu óvissuástandi. Mikilvægasta verkefni okkar er að komst örugglega í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Við verðum að vernda líf fólks og samtímis standa vörð um efnahaginn. Þessir erfiðleikar mega ekki hægja á grænum umskiptum – þvert á móti verða úrræðin sem við beitum að tryggja að endurreisnin efnahagsins verði græn. Þar geta og verða Norðurlöndin að taka forystuna,“ segir fjármálaráðherra Danmerkur, Nicolai Wammen, sem var gestgjafi fundarins.

Samstarf landanna innan ESB hefur einnig beinst að endurreisn efnahagsins og þjóðarleiðtogar og forsætisráðherrar ESB komust í júlí að samkomulagi um 750 milljarða evra endurreisnarsjóð. Í samningaviðræðunum unnu Norðurlöndin markvisst að því að hvetja til grænnar endurreisnar sem stuðlar að loftlagsmarkmiðum ESB.

Fjármálaráðherrarnir ræddu einnig um má tryggja að brugðist sé við skattalegum áskorunum í tengslum stafræna starfsemi með skilvirkum hætti. Lögð var sérstök áhersla á það starf sem fer fram innan OECD, sem öll Norðurlöndin taka virkan þátt, þar sem reynt er að finna lausn sem ríki heims geta komist að samkomulagi fyrir mitt ár 2021. Fjármálaráðherrarnir ræddu um hvernig lausn gæti best unnið gegn skattsvikum og tryggt norræna hagsmuni, þar með að því er varðar skatttekjur.