Formennska í Norrænu ráðherranefndinni - Afl til friðar

03.11.22 | Fréttir
Islands statsminister
Photographer
Johannes Jansson
Friður gegnir lykilhlutverki í komandi formennskuáætlun Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina, ásamt metnaði til að Norðurlöndin verði græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær.

Staða öryggismála hefur breyst við innrás Rússlands í Úkraínu og því er samstaða og samvinna norrænu þjóðanna afar mikilvæg. Ísland vill styrkja norrænt samstarf og varpa ljósi á Norðurlönd sem kyndilbera friðar. 

„Við munum leggja sérstaka áherslu á frið sem forsendu fyrir velferð, mannréttindum og umhverfisvernd enda er vísað til Norðurlanda sem afli til friðar í yfirskrift formennsku Íslands. Þar að auki er mikilvægt að vinna áfram að sýn okkar til 2030 um græn, samkeppnishæf og sjálfbær Norðurlönd,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. 

Friður er forsenda framtíðarsýnarinnar

Friðarmál eiga að vera hornsteinn í norrænu samstarfi. Ísland undirstrikar mikilvægi þess með því að leggja áherslu á samstarf milli friðarsetra og rannsóknarstofnana á Norðurlöndum. Með því að byggja á þekkingu þeirra geta Norðurlönd orðið boðberar alþjóðlegra samninga, friðar og afvopnunar. Auk þess hyggst formennska Íslands  halda alþjóðlega ráðstefnu í Reykjavík þar sem dregið verður fram mikilvægi friðar sem undirstöðu mannréttinda, velferðar og kvenfrelsis. 

 

Við munum leggja sérstaka áherslu á frið sem forsendu fyrir velferð, mannréttindum og umhverfisvernd. enda er vísað til Norðurlanda sem afls til friðar í yfirskrift formennsku Íslands. Þar að auki er mikilvægt að vinna áfram að sýn okkar til 2030 um græn, samkeppnishæf og sjálfbær Norðurlönd 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Réttlát græn umskipti

Réttlát græn umskipti eru í brennidepli í áætluninni og lögð verður áhersla á sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins. Önnur áherslumál eru:   

  • Jafnrétti og réttindi hinsegin fólks sérstaklega
  • Jöfn tækifæri til þátttöku á vinnumarkaði
  • Styrking og þróun menningar- og listalífs 
  • Sameiginleg norræn stefna um stafræna máltækni
  • Áhersla á vestnorrænt samstarf á formennskutímanum

Í heild er starfseminni ætlað að vera framlag til framtíðarsýnarinnar 2030, að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Framtíðarsýn sem mótuð var af forsætisráðherrunum fyrir fimm árum, þegar Ísland gegndi síðast formennsku í Norrænu ráðherranefndinni.