Forseti Íslands gestaræðumaður á þemaþingi Norðurlandaráðs

Islands president Guðni Th. Jóhannesson.
Forsetinn mun tala um hvað það er sem sameinar Norðurlandabúa, hvað greinir okkur að og hvernig skýra megi þann árangur sem náðst hefur í norrænum samfélögum. Á öðrum degi þemaþings Norðurlandaráðs verða umræður um hvernig framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir árin 2025–2030 eigi að líta út í brennidepli. Hið opinbera norræna samstarf vinnur áfram að þeirri framtíðarsýn að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims 2030.
Þemaþingið er annað tveggja árvissra funda þar sem allir norrænu þingmennirnir í Norðurlandaráði koma saman til þinghalds. Aðalþingið er haldið um mánaðamót október og nóvember ár hvert og fer fram í Ósló í ár þar sem Noregur fer með formennsku í Norðurlandaráði árið 2023.
Við þurfum að standa vörð um heilbrigða þjóðrækni og virðingu fyrir góðum og hefðbundnum gildum en jafnframt verðum við að taka nýjum straumum fagnandi og fordæma þjóðrembu, útlendingaandúð og aðrar birtingarmyndir umburðarleysis og þröngsýni.