Menningarmálaráðherrar veita auknu fé til menningarlífs á Norðurlöndum vegna kórónuveirufaraldursins

28.05.20 | Fréttir
Drive-in koncert Mads Langer
Photographer
Camilla Lundbye/Gonzales Photo/Ritzau Scanpix

Danski tónlistarmaðurinn Mads Langer heldur öðruvísi bílatónleika í Árósum, viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum.

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft miklar afleiðingar fyrir menningarlífið á Norðurlöndum þar sem sýningum hefur verið aflýst, söfnum lokað og listafólk og starfsfólk í menningargeiranum misst vinnuna. Norrænu menningarmálaráðherrarnir ákváðu á fjarfundi sínum 28. maí að styðja norrænt menningarlíf með aukafjárveitingu til þess að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins.

Áhersla var lögð á menningu á krepputímum á fyrsta ráðherrafundi ársins þar sem skiptst var á reynslu og rætt um hvernig hægt væri að styðja og örva menningar- og fjölmiðlageirann á Norðurlöndum.

„Kórónuveirufaraldurinn hefur snúið daglegu lífi okkar á hvolf. Hann er áskorun varðandi það hvernig við umgöngumst og þröngvar okkur til þess að hugsa upp á nýtt hvernig við getum komið saman. Þess vegna er eðlilegt að við ræðum í sameiningu á þessum krepputímum hvernig við getum best stutt hið fjölbreytta menningarlíf á Norðurlöndum,“ segir formaður norrænu menningarmálaráðherranna, Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur.

Auknu fjármagni veitt í menningarlífið

Undanfarna mánuði hefur framlag hvers lands fyrir sig til menningar- og fjölmiðlageirans verið umtalsvert en menningarmálaráðherrarnir benda á að á þessum krepputímum sé einnig mikilvægt að viðhalda tækifærum listafólks og starfsfólks menningargeirans til samstarfs og samtals yfir landamæri.

Ráðherrarnir voru sammála um það á fundinum að veita aukafjármagni sem nemur þremur milljónum danskra króna til menningarlífsins á Norðurlöndum og láta féð renna inn í Lista- og menningaráætlunarinnar, styrkjaáætlun sem Norræna menningargáttin hefur umsjón með. 

„Skilvirkasta leið okkar ráðherranna nú til þess að stuðla að því að viðhalda norrænu menningarlífi er að auka framlag til styrkjakerfis sem þegar er fyrir hendi. Styrkféð fer beint til samstarfs og tengslanets starfsfólks í menningargeiranum og engin aukalegur stjórnunarkostnaður verður til, fjármagnið rennur því óskert inn í geirann,“ segir Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur.

Lagt er til að aukafjárveitingin verði viðbót við hefðbundna haustlotu umsókna en opnað verður fyrir hana í ágúst.

Norræn menning tekur breytingum

Kórónuveirufaraldurinn hefur þröngvað geiranum til að koma með nýjar og skapandi lausnir og breytingar hafa verið örar með allskyns stafrænum viðburðum og meningarmiðlun um öll Norðurlönd. Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar segir að þrátt fyrir þessa umbrotatíma gegni menningin ríku hlutverki þegar kemur að því að byggja brýr í norrænu samstarfi.

„Menningarsviðið er mikilvægur hluti norræns samstarfs og það er ánægjulegt að sjá hvernig listir og menning hafa safnað íbúum norrænu landanna saman á þessum óvenjulegu tímum, þrátt fyrir landamæri sem lokuð vegna covid-19.