Samstarf um menntamál mikilvægara en nokkru sinni fyrr

31.10.18 | Fréttir
Nordplus 30 år

Nordplus 30 ára. Jan Tore Sanner, Michael Tetzschner og Anna Ekstrøm.

Photographer
Sara Johannessen / norden
Samstarf um menntun og tungumál í 30 ár og 8600 börn, ungmenni og fullorðnir sem taka á ári hverju þátt í einhverjum af skiptiáætlunum Nordplus. En það er ekki nóg. Almenningur vill meira. Því ber að fagna.

OSLÓ: Fjöldi þingmanna, ráðherra, sendiherra og gesta kom saman í Vandrehallen í norska Stórþinginu á 70. þingi Norðurlandaráðs til að fagna einu best heppnaða samstarfsverkefni Norðurlanda, Nordplus. Nordplus er stærsta menntamálaverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar á sviði símenntunar. 
Árið 2018 markar 30 ára afmæli Nordplus á sviði norræns samstarfs og 10 ára afmæli samstarfs milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Á hverju ári er um 80 milljónum danskra króna varið í verkefni á sviði menntunar og tungumála. Verkefnin eru gríðarlega fjölbreytt og markhópurinn spannar allt frá þeim allra yngstu til þeirra allra elstu. Skiptiáætlanir og samstarfsnet, þar sem reynslu er miðlað og ný þekking sköpuð með sameiginlegum þróunarverkefnum, gegna lykilhlutverki í áætluninni. Nordplus er því mikilvægur þáttur í samstarfi Norðurlandanna sem og í samstarfi milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. 
- Í Nordplus kristallast norrænt nágrannasamstarf. Ef ekki væri fyrir samskipti milli- samarbeten hreyfanleika þvert á landamæri gætu Norðurlönd ekki orðið samþættasta svæði heims, segir Michael Tetzschner, forseti Norðurlandaráðs.

– Í Nordplus kristallast norrænt nágrannasamstarf. Ef ekki væri fyrir samskipti milli þjóðanna og hreyfanleika þvert á landamæri gætu Norðurlönd ekki orðið samþættasta svæði heims.

Michael Tetzschner, forseti Norðurlandaráðs.

Íbúarnir vilja enn meira samstarf

Í skýrslunni „Dýrmætt samstarf“ frá 2017 segja 3.000 íbúar víðsvegar á Norðurlöndum frá hugmyndum sínum um norrænt samtarf. Samkvæmt skýrslunni eru menntamál allra mikilvægasta samstarfssviðið innan formlegs samstarfs Norðurlanda. Og meira en helmingur ungs fólks telur hreyfanleika vera stærsta kost samstarfsins. Þá er það ánægjulegt að fleiri en 8600 einstaklingar taka þátt í skiptiáætlunum og á bilinu 3500 og 3900 menntastofnanir og -samtök taka þátt í samkeppninni um fjármagn á ári hverju. Hlutfall nýrra þátttakenda á hverju ári er mjög hátt. 
Einnig er það jákvætt að öll löndin, þar með talið Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, eru virkir þátttakendur í Nordplus. Á tímabilinu 2019-2020 verður áherslusvið Nordplus eftirfarandi: „Digital competences and computational thinking: preparing pupils, students and adults for a digitalized society“. Anna Ekström, ráðherra menntaskóla og þekkingarauka í Svíþjóð, lýsir yfir ánægju með þetta.

- Ég hlakka mikið til að heyra um hvernig þetta getur styrkt menntakerfi okkar. Allir nemendur, hvort sem það eru ung börn, nemendur í framhaldsskólum, starfsnámi eða fullorðinsfræðslu, ættu að hafa þekkingu á stafrænni þróun, sem er nauðsynleg í öllu námi, segir Ekström.

Ég hlakka mikið til að heyra um hvernig þetta getur styrkt menntakerfi okkar. Allir nemendur, hvort sem það eru ung börn, nemendur í framhaldsskólum, starfsnámi eða fullorðinsfræðslu, ættu að hafa þekkingu á stafrænni þróun, sem er nauðsynleg í öllu námi.

Anna Ekström, ráðherra menntaskóla og þekkingarauka í Svíþjóð

Undirbúningur fyrir framtíðina

Nordplus fjármagnar samstarf milli þjóðanna á ýmsum sviðum, þar á meðal sviðum sem eru í forgangi hjá ráðherrum allra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. 
Árið 2017, á formennskuári Noregs í Norrænu ráðherranefndinni, var þemað „Straumhvörf á Norðurlöndum“ í forgangi. Mikilvægi Nordplus sést meðal annars á því að á þessu ári veitti áætlunin um 17 milljónir danskra króna til verkefna sem snúa að því hvernig samfélög okkar geta mætt nýjum áskorunum og aðlagað sig nýjum veruleika. Um er að ræða málefni á borð við aðlögun, umhverfis- og loftslagsmál, stafræna þróun og nýjustu tækni.

- Í gegnum áætlunina er sviðsljósinu beint að sameiginlegum áskorunum á borð við aðlögun, samþættingu og stafrænni þróun. Þannig hefur Nordplus stuðlað að miðlun hugmynda og reynslu milli landanna í 30 ár, segir Jan Tore Sanner, ráðherra mennta- og innflytjendamála.