Þessir listamenn eru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2022

10.05.22 | Fréttir
nomierade musikpris 2022
Photographer
norden.org
Tólf verk eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2022 fyrir listrænt gildi sitt. Tilnefnd eru verk norrænna tónskálda og þar kennir ýmissa grasa, s.s. raftónlist, alþýðutónlist og klassísk tónlist og konseptverk á borð við nonett fyrir flautur og kínetísk ópera. Verðlaunin verða afhent í Helsingfors þann 1. nóvember.

Tilnefningarnar þetta árið spanna breitt svið tónlistastefna á borð við heimstónlist, óperu, raftónlist og alþýðutónlist. Röddin er í fókus í verkum sem samin eru fyrir kóra, sönghópa, einsöngvara og óperur og á meðal þema eru framtíð mannkyns, hamingjan og angurværð. Verkin eru allt frá að vera hefðbundin til tilraunatónlistar og einnig tilraunir með hefðbundna tónlist.

Hér eru tilnefningarnar:

Danmörk

Finnland

Færeyjar

Grænland

Ísland

Noregi

Svíþjóð

Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum tilnefndi verkin tólf til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.

Verðlaunin verða afhent þann 1. nóvember

Handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2022 verður kynntur um leið og handhafar annarra verðlauna Norðurlandaráðs þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur.

Um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt annars vegar núlifandi tónskáldi og hins vegar tónlistarhópi eða -flytjanda. Í ár renna verðlaunin til tónskálds.

Um verðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun ár hvert: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Markmiðið með verðlaunum Norðurlandaráðs er að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála og að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál.