Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Hin sterku bókmenntaverk sem tilnefnd eru í ár einkennast meðal annars af munúð, auk þess sem leyndardómar lostans eru gerðir áþreifanlegir með sögulegri og ljóðrænni nálgun og í lokuðum rýmum. Á meðal viðfangsefna höfundanna tilnefndu eru lífsmynstur í takt við náttúruna, tímaferðalög og fólk sem lifir í einsemd. Bæði í prósa og ofsafenginni ljóðlist. Einnig er fjallað um sársauka norðurslóða og sérstakar landfræðipólitískar kringumstæður, auk breytilegra skilyrða lífsins sem tekið geta á sig óvæntar myndir, sársaukafullar og lágstemmdar.
Hér eru verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlaunanna í ár:
Danmörk
Finnland
Færeyjar
Grænland
Ísland
Noregur
Samíska málsvæðið
Svíþjóð
Álandseyjar
Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022.
Verðlaunahafinn verður kynntur í nóvember
Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 verður kynntur þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur.
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 60 ára
Sofi Oksanen, Kirsten Thorup, Jon Fosse, Niviaq Korneliussen, Rói Patursson, Auður Ava Ólafsdóttir og Tomas Tranströmer eru aðeins nokkrir þeirra höfunda sem hafa hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs undanfarin 60 ár.
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru nefnilega 60 ára á árinu 2022. Frá árinu 1962 hafa verðlaunin verið veitt fyrir fagurbókmenntaverk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Það getur verið skáldsaga, leikverk, ljóðabók, smásagna- eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.
Markmiðið með hinum fimm verðlaunum Norðurlandaráðs er að auka áhuga fólks á menningarsamfélagi Norðurlanda og samstarfi þeirra um umhverfismál, svo og að veita verkefnum viðurkenningu sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.
Mød de 14 nominerede til Nordisk Råds litteraturpris 2022.