Upphafið að norrænum umræðum um vinnuna við framtíðarsýnina 2025–2030

15.03.23 | Fréttir
Helge Orten, Karen Elleman, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Kristina Háfoss, Jorodd Asphjell på podiet under Nordiska rådets temasession 2023

Helge Orten, Karen Elleman, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Kristina Háfoss, Jorodd Asphjell

Photographer
Eyþór Árnason/norden.org

Helge Orten, Karen Elleman, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Kristina Háfoss, Jorodd Asphjell

Á þemaþinginu í Reykjavík kom Norðurlandaráð með tillögur að því hvernig haga beri vinnu Norrænu ráðherranefndarinnar í tengslum við Framtíðarsýn okkar 2030 árin 2025–2030. Framtíðarsýn okkar er að Norðurlönd verði orðin sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Norræna ráðherranefndin vinnur að framtíðarsýninni á þremur stefnumarkandi áherslusviðum: grænum, samkeppnishæfum og félagslega sjálfbærum Norðurlöndum.

Þetta er upphafið að víðtækri norrænni þátttöku og viðræðum á milli norrænna ráðherra, þingmanna, borgaralegs samfélags og annarra aðila. Afraksturinn á að verða beinar tillögur sem Norræna ráðherranefndin getur nýtt í nýrri framkvæmdaáætlun fyrir árin 2025–2030.

„Það er mikilvægt að fram fari umræður á breiðum, norrænum grundvelli og það var mjög ánægjulegt að ýta þeim úr vör á þemaþingi Norðurlandaráðs. Ég vil þakka fulltrúum Norðurlandaráðs fyrir tillögur sínar sem við í Norrænu ráðherranefndinni getum nýtt okkur við áframhaldandi vinnu að framtíðarsýninni,“ segir Karen Elleman, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Margar beinar tillögur

Í umræðunum settu flokkahópar og fagnefndir Norðurlandaráðs fram ýmsar tillögur út frá stefnumarkandi áherslusviðunum þremur: grænum, samkeppnishæfum og félagslega sjálfbærum Norðurlöndum.

Ein af þeim tillögum sem fram komu frá nokkrum nefndanna varðaði þörfina á norrænni ráðherranefnd um samgöngumál sem Norðurlandaráð hefur kallað eftir frá árinu 2018. Jafnframt tengdust nokkrar tillagnanna áframhaldandi vinnu að afnámi stjórnsýsluhindrana á Norðurlöndum og aukinni áherslu á þá vinnu. Þá nefndu einnig margir vinnuna að jafnréttismálum og stuðning við viðkvæma hópa í samfélaginu, svo sem ungt fólk með andleg veikindi.

„Norðurlandaráð metur það mikils að fá að taka þátt og koma með tillögur fyrir framkvæmdaáætlunina svona snemma í ferlinu. Við hlökkum þess að vinna náið með ráðherranefndinni að því að setja fram framkvæmdaáætlun sem færir okkur nær því markmið framtíðarsýnarinnar að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims, segir Jorodd Asphjell, forseti Norðurlandaráðs.

Norðurlandaráð mun leggja fram skriflegar tillögur um áframhaldandi vinnu að framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar í september og mun vinnan svo halda áfram fram að Norðurlandaráðsþinginu í lok árs 2024 þar sem endanleg afgreiðsla fer fram.