Einkunnaskalinn á Grænlandi

Studiebøger i en bunke på gulvet
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Hér geturðu lesið um einkunnaþrep á Grænlandi.

Notaður er GGS-skali á öllum stigum menntakerfisins, frá grunnskóla til háskaóla.

Hann er sambærilegur við ECTS-skalann:

A samsvarar 12 á danska 7 stiga skalanum.

B samsvarar 10 á danska 7 stiga skalanum.

C samsvarar 7 á danska 7 stiga skalanum.

D samsvarar 4 á danska 7 stiga skalanum.

E samsvarar 2 á danska 7 stiga skalanum.

F samsvarar 0 á danska 7 stiga skalanum.

FX samsvarar -3 á danska 7 stiga skalanum.

 

Einkunnin E er sú lægsta sem dugar til að standast próf.

Hvernig er skalinn notaður þegar sótt er um háskólanám

Fái maður E eða hærra í öllum greinum í grunnskóla á maður rétt á að hefja nám í framhaldsskóla. Til að að hefja háskólanám þarf að standast framhaldsskólapróf.

Fyrir sumar námsleiðir er krafist ákveðins meðaltals  til að fá aðgang. Þá eru einkunnir umreiknaðar í danska 7 stiga skalann. Einnig kunna ákveðnar kröfur að vera gerðar um einkunnir í tilteknum greinum á sumum námsleiðum.

Umreikningur einkunna frá öðrum norrænum löndum

Á heimasíðu danska mennta- og rannsóknaráðuneytisins er hægt að sjá hvernig umreikna má einkunnir samkvæmt öðrum erlendum einkunnaskölum.

Hvert er hægt að snúa sér með spurningar?

Hafðu samband við skólann eða námsyfirvöld ef þú hefur spurningar varðandi einkunnir. Einnig er hægt að fræðast meira á grænlenska námsleiðarvísinum Sunngu eða grænlensku endurmenntunarmiðstöðinni Majoriaq.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna