Íslenskukennsla á Íslandi

Íslenskukennsla á Íslandi
Í þessum kafla koma fram upplýsingar fyrir þá sem vilja læra íslensku á Íslandi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið veitir skólum og námskeiðshöldurum styrki til að bjóða upp á nám í íslensku fyrir útlendinga. Það gerir það að verkum að námskeiðsgjöldin eru oft lægri en fyrir námskeið af svipuðu tagi. Að auki veita sum stéttarfélög styrki til íslenskunáms.

Það eru ýmsir möguleikar í boði til að læra íslensku á Íslandi, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Flest námskeið eru í boði á höfuðborgarsvæðinu en einnig er íslenskukennsla fyrir útlendinga kennd víða á landsbyggðinni. Einnig má finna íslenskukennslu á netinu meðal annars á síðum:

Fjölmargir aðilar koma að íslenskukennslu, meðal annars tungumálaskólar, stéttarfélög, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og jafnvel sumir vinnustaðir. Mögulegt er að sjá lista yfir marga þá sem bjóða upp á námskeið á heimasíðu Fjölmenningaseturs.

Íslenskunám á háskólastigi

Íslenska fyrir útlendinga á háskólastigi er kennd á nokkrum stöðum, meðal annars við Háskóla Íslands. Þar er boðið upp á nám í íslensku fyrir útlendinga til BA-prófs. Í öðrum háskólum er oftar en ekki boðið upp á styttri námsleiðir eða námskeið fyrir skiptinema og aðra erlenda nemendur.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna