Lýðháskólar í Svíþjóð

Lýðháskólar starfa víða í Svíþjóð. Lýðháskólarnir eru annars konar menntastofnun með ýmsar námsbrautir.
Á almennum námskeiðum lýðháskólanna geturðu undirbúið þig yfir nám á háskólastigi. Auk þess er boðið upp á námskeið á fjölmörgum sviðum. Lýðháskólarnir bjóða upp á fjöldann allan af menningartengdum námskeiðum. Þá geturðu einnig undirbúið þig undir frekara nám með námskeiðum í myndlist, tónlist, dansi, leiklist, ljósmyndun og ritlist. Dæmi um námsbrautir er hnattrænt þróunarstarf, upplýsingatækni og hollt líferni. Margir lýðháskólar bjóða upp á heimavist. Nánari upplýsingar um lýðháskólana í Svíþjóð á vefnum Folkhögskola.nu.
Tveir sænskir lýðháskólar bjóða upp á norrænar námsbrautir.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.