Lýðháskólar í Svíþjóð

Kvinde med hund og computer
Ljósmyndari
Alexander Grey/Unsplash
Ertu að íhuga að stunda nám við lýðháskóa í Svíþjóð? Hér færðu yfirlit yfir umsóknarferlið, hvað það kostar og hvað á við um útlendinga sem vilja stunda nám við sænska lýðháskóla.

Lýðháskólar eru einstök tegund menntunar á Norðurlöndum, þar á meðal í Svíþjóð. Á sænsku nefnast þeir „folkhögskolor“.

Lýðháskólar leggja áherslu á sköpunargleði, félagslega færni og þróun einstaklinga með námi án einkunna og prófa. Þeir bjóða upp á opið og hvetjandi námsumhverfi fyrir námsfólk á öllum aldri.

Hvað bjóða sænskir lýðháskólar upp á?

Lýðháskólar í Svíþjóð eru þekktir fyrir fjölbreytni sína. Þeir bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða, meðal annars í tónlist, list, ljósmyndun, ritlist, handverki, íþróttum, samfélagsþátttöku, alþjóðlegu þróunarstarfi, upplýsingatækni, heilbrigðum lífsstíl og margt fleira. Auk þess bjóða tveir sænskir lýðháskólar bjóða á norrænar námsbrautir.

Með almennum námskeiðum lýðháskólanna getur þú undirbúið þig fyrir nám á háskólastigi.

Hvernig er sótt um nám í lýðháskóla í Svíþjóð?

Það er oftast einfalt að sækja um í lýðháskóla í Svíþjóð. Yfirleitt eru engin formleg inntökuskilyrði um einkunnir eða próf fyrir almenn námskeið. Nemendur byrja á mismunandi stigum, eftir stöðu þeirra og fyrra námi. Sérstök inntökuskilyrði kunna að gilda fyrir sérfræðinámskeið, til dæmis um fyrra nám eða próf.

Flestir skólar eru með opin umsóknartímabil þegar hægt er að sækja um á netinu. Yfirleitt þarf að fylla út umsóknareyðublað og jafnvel mæta í viðtal eða kynna persónulega umsókn. Mundu að miða val á skóla við áhugasvið þín og markmið.

Hvað kostar að stunda nám í sænskum lýðháskóla?

Nám við lýðháskóla í Svíþjóð er ókeypis. Hins vegar þarf að greiða fyrir námsefni, námsferðir, morgunmat, kaffi o.s.frv.

Margir lýðháskólar bjóða upp á heimavist. Ef þú velur að búa á heimavist þarftu einnig að standa straum af öðrum kostnaði, þar á meðal fæði og húsnæði.

Kostnaðurinn er mismunandi milli skóla og námsleiða. Lýðháskólarnir eru þó yfirleitt á viðráðanlegu verði og bjóða upp á ýmis fjármögnunarúrræði.

Geta útlendingar sótt um í lýðháskóla í Svíþjóð?

Já! Lýðháskólar í Svíþjóð eru opnir fólki hvaðanæva að úr heiminum. Öll kennsla er ókeypis, einnig fyrir erlenda þátttakendur. Þetta er frábær leið til að kynnast sænskri menningu og þróa um leið færni og áhugamál sín.

Lýðháskólar í Svíþjóð gefa þér tækifæri til að þróa áhugamál þín, hitta nýtt fólk og skapa ævilangar minningar. Óháð því hvort þú ert frá Svíþjóð eða öðru landi eru þessir skólar einstakt tækifæri til að þróa sig sem einstaklingur og stunda nám. Íhugaðu þess vegna að taka skrefið og skrá þig í lýðháskóla í Svíþjóð, þar sem ævintýri og nám fara saman.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna