Lýðháskólar í Svíþjóð

Folkehøjskoler i Sverige
Lesið um lýðháskóla í Svíþjóð.

Lýðháskólar starfa víða í Svíþjóð. Lýðháskólarnir eru annars konar menntastofnun með ýmsar námsbrautir.

Á almennum námskeiðum lýðháskólanna geturðu undirbúið þig yfir nám á háskólastigi. Auk þess er boðið upp á námskeið á fjölmörgum sviðum. Lýðháskólarnir bjóða upp á fjöldann allan af menningartengdum námskeiðum. Þá geturðu einnig undirbúið þig undir frekara nám með námskeiðum í myndlist, tónlist, dansi, leiklist, ljósmyndun og ritlist. Dæmi um námsbrautir er hnattrænt þróunarstarf, upplýsingatækni og hollt líferni. Margir lýðháskólar bjóða upp á heimavist. Nánari upplýsingar um lýðháskólana í Svíþjóð á vefnum Folkhögskola.nu.

Tveir sænskir lýðháskólar bjóða upp á norrænar námsbrautir.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna