Nám fullorðinna í Svíþjóð

Komvux
Nám fullorðinna kallast Komvux í Svíþjóð. Komvux er þrískipt; nám fullorðinna á vegum sveitarfélaganna, sérstakt nám fyrir fullorðna og sænskukennsla fyrir innflytjendur. Þarfir og forsendur nemanda eru grundvöllurinn þegar á að velja nám.
Komvux er aðallega hugsað sem viðbót við grunnskóla- eða framhaldsskólamenntun. Nánari upplýsingar um Komvux á vefsíðunni Alla Studier.
Komvux í Svíþjóð ef þú býrð í útlöndum.
Þú þarft ekki að vera með sænskt lögheimili til að stunda nám hjá Komvux. Ef þú býrð annars staðar á Norðurlöndum geturðu stundað fjarnám hjá Komvux.
Þó er gerð sú krafa að þú hafir lokið skólagöngu í heimalandinu sem er sambærilegt sænsku grunnskólaprófi eða námi fullorðinna. Ef þú uppfyllir þær kröfur stendurðu jafnfætis þeim sem sækja um í því sveitarfélaginu sem kennslan fer fram.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.