Meðlag í Færeyjum

To børn dufter til urter
Photographer
Andreas Omvik / Københavns Madhus
Ef foreldrar barns búa ekki saman má skylda það foreldri sem ekki er með barnið á sínu framfæri til að greiða hinu foreldrinu meðlag.

Báðum foreldrum ber skylda til að sjá fyrir börnum sínum. Ef foreldrarnir búa ekki saman, t.d. eftir skilnað, er hægt að skylda það foreldri sem ekki býr með barninu til að greiða meðlag til þess foreldris sem sér fyrir barninu.

Hvað er meðlag?

Meðlag er greiðsla frá öðru foreldrinu til hins ef þið búið ekki saman. Gengið er út frá því að foreldrar geri sjálfir samning um meðlag.

 

Meðlag greiðist þar til barnið nær 18 ára aldri. Ef barnið er eldra en 18 ára og stundar nám, greiðist í sumum tilvikum námsmeðlag til 24 ára aldurs.

 

Það foreldri sem er með barnið á sínu framfæri getur sótt um aukagreiðslur frá hinu foreldrinu vegna skírnar, fermingar og annarra sérstakra viðburða. Nánari upplýsingar á vefsvæði Familjufyrisitingin.

Ef foreldrunum kemur ekki saman um upphæð meðlagsins

Ef foreldrarnir geta ekki komið sér saman um upphæð ákveður Familjufyrisitingin hana. Familjufyrisitingin tekur aðeins ákvarðanir um meðlag sé sótt um það.

 

Meðlag er ákvarðað samkvæmt föstum töxtum. Meðlagið samanstendur af lágmarksupphæð sem er „vanligt barnagjald“ eða „normalbidrag“. Lágmarksupphæðin er ákveðin 1. janúar árlega.

 

Ef það foreldri sem greiðir hinu meðlag hefur háar tekjur getur verið um hærri greiðslu að ræða. Familjufyrisitingin reiknar aukagreiðslurnar út frá heildartekjum meðlagsgreiðanda og fjölda barna sem viðkomandi ber framfærsluskyldu gagnvart.

Ef meðlagsskylt foreldri greiðir ekki á réttum tíma

Ef meðlagsgreiðsla berst ekki á réttum tíma er í ákveðnum tilvikum hægt að óska eftir fyrirframgreiðslu meðlags frá Almannaverkinu.

 

Til þess að Almannaverkið geti greitt út meðlag fyrir fram þarf meðlagið að hafa verið ákveðið af Familjufyrisitingin. Almannaverkið getur ekki greitt út meðlag fyrir fram ef um einkasamning um meðlag er að ræða.

 

Óski maður þess að fá aðstoð frá Almannaverkinu við að fá meðlag innheimt eða greitt fyrir fram skal hafa samband við Almannaverkið. Umsóknareyðublað er að finna á www.av.fo. Meðlagsákvörðun frá Familjufyrisitingin eða afrit af einkasamningi þarf að fylgja með.

Ef foreldrarnir búa ekki í sama landi

Ef meðlagsgreiðandi og -þegi búa hvor í sínu norrænu landi skal senda umsókn um meðlag til yfirvalda í því landi sem meðlagsgreiðandi býr í. Ef meðlagsþegi býr í Færeyjum og greiðandi í Danmörku skal senda umsókn um ákvörðun meðlags til Familieretshuset í Danmörku.

Ef annað foreldrið flytur til annars norræns lands

Það hefur engin áhrif á meðlag þótt móttakandi meðlags eða meðlagsgreiðandi flytji til annars norræns lands.

 

Ef meðlag hefur verið ákvarðað er hægt að innheimta það í Færeyjum ef meðlagsgreiðandinn býr þar.

 

Ef meðlag hefur ekki verið ákvarðað getur Familjufyrisitingin í Færeyjum ákveðið upphæð meðlagsins út frá tekjum meðlagsgreiðanda. Þetta gildir hvort sem það er móttakandi meðlags eða meðlagsgreiðandi sem býr þar.

 

Skattareglur þess lands sem meðlagsgreiðandinn býr í geta haft áhrif á upphæð meðlagsins. Meðlag með barni sem býr í Færeyjum verður ekki ákvarðað lægra en lágmarksupphæð.

 

Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Familjufyrisitingin.

Fjárhagsaðstoð vegna meðlags

Ef þú berð meðlagsskyldu geturðu sótt um fjárhagsaðstoð vegna meðlags. Fjárhagsaðstoð er aðeins veitt ef greitt meðlag er hærra en sem nemur árlegri lágmarksupphæð. Ekki er því veitt fjárhagsaðstoð ef um er að ræða lágmarksupphæð fyrir eitt barn.

 

Fjárhagsaðstoðin nemur 40% af heildarupphæðinni sem greiða skal í meðlag og er umfram lágmarksupphæð fyrir eitt barn.

 

Senda skal umsókn um fjárhagsaðstoð vegna meðlags til Almannverksins í síðasta lagi 1. júlí vegna meðlags sem greitt er árið áður.

Familjufyrisitingin
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna